Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum Ómar Þorgeirsson skrifar 16. júlí 2009 22:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis) Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis)
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki