Hörður Torfason harmar atburðina á Hótel Borg 1. janúar 2009 18:30 Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, segist sleginn óhug eftir atburðinn á Hótel Borg í gær og segir að vopnaðir ótýndir glæpamenn séu komnir inn í hóp mótmælenda, sem lögregla verði að taka miklu harðar á. Hörður Torfason segist harma það sem gerðist. Mótmælendur mættu með hrossabresti, pottlok og allskyns tól og tæki til að framkvæma sem mestan hávaða. Þeir börðu glugga hótelsins að utan, sprengdu kínverja, gerðu hróp og köll og heyrðust lætin greinilega inn í umræðu flokksformanna í Kryddsíldinni. Þeir sem mest höfðu sig í frammi voru grímuklæddir og sumir vopnaðir eins og þessum hníf sem viðkomandi notaði til að reyna að spenna upp glugga. Lögreglan fylgdist með álengdar en fyrir innan hélt umræðan áfram, þó án forsætiaráðherra sem aldrei náði að komast inn á hótelið. Brátt tóku mótmælendur að klifra yfir læst öryggishlið og inn í hliðarsund þaðan sem þeir reyndu að brjóta sér leið inn í útsendingarsalinn. Starfsmenn hótelsins og Stöðvar 2 reyndu að varna þeim inngöngu og verja tækjabúnað sjónvarpsstöðvarinnar. Á þessu gekk í um tíu mínútur og komust nokkrir mótmælenda að anddyri salarins og áttu þá aðeins eftir fimm til sex metra um umræðuborðinu. Lögregla skarst þá í leikinn. Lögregla beitti varnarúða en það var um þetta leyti sem mótmælendum hafði tekist að brenna og skera í sundur kapla sem lágu milli sjónvarpsvéla og útsendingarstjórnar og varð það til þess að útsendingin rofnaði. Einn af starfsmönnum Stöðvar 2, sem reyndi að verja vettvanginn, fékk hnefahögg í andlitið. Jóhann Bjarni Kjartansson, tæknimaður á Stöð 2, varð einnig vitni að því þegar lögreglumaður fékk grjóthnullung í andlitið. ,,Að fólk skuli kasta grjóti inn í hóp fólks er fyrir neðan allar hellur." Þrír mótmælenda voru handteknir en sleppt eftir yfirheyrslu. Aðrir mótmælenda kvörtuðu sáran undan áhrifum piparúðans. Fyrir innan biðu flokksformennirnir nokkra stund eftir útsendingarrof en fengu síðan lögreglufylgd út bakdyramegin. Ari Edwald, forstjóri 365, segist vera slegin óhug vegna atburðana.Þarna hafi lífi og limum fólks verið stefnt í hættu. Og hann vill að lögregla taki miklu harðar á málum. Greinilegt sé að komnir eru í hópinn ótýndir glæpamenn. Það sé greinilegt þegar fólk mæti með grímur og vopnað. Hörður Torfason, helsti forsprakki mótmæla í vetur, kom ekki að þessari uppákomu en treystir sér þó ekki til að fordæma hana. Hann segir að inn slægist einstaklingar sem brjóti og bramli. Hörður setur spurningarmerki við framgöngu lögreglu. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, segist sleginn óhug eftir atburðinn á Hótel Borg í gær og segir að vopnaðir ótýndir glæpamenn séu komnir inn í hóp mótmælenda, sem lögregla verði að taka miklu harðar á. Hörður Torfason segist harma það sem gerðist. Mótmælendur mættu með hrossabresti, pottlok og allskyns tól og tæki til að framkvæma sem mestan hávaða. Þeir börðu glugga hótelsins að utan, sprengdu kínverja, gerðu hróp og köll og heyrðust lætin greinilega inn í umræðu flokksformanna í Kryddsíldinni. Þeir sem mest höfðu sig í frammi voru grímuklæddir og sumir vopnaðir eins og þessum hníf sem viðkomandi notaði til að reyna að spenna upp glugga. Lögreglan fylgdist með álengdar en fyrir innan hélt umræðan áfram, þó án forsætiaráðherra sem aldrei náði að komast inn á hótelið. Brátt tóku mótmælendur að klifra yfir læst öryggishlið og inn í hliðarsund þaðan sem þeir reyndu að brjóta sér leið inn í útsendingarsalinn. Starfsmenn hótelsins og Stöðvar 2 reyndu að varna þeim inngöngu og verja tækjabúnað sjónvarpsstöðvarinnar. Á þessu gekk í um tíu mínútur og komust nokkrir mótmælenda að anddyri salarins og áttu þá aðeins eftir fimm til sex metra um umræðuborðinu. Lögregla skarst þá í leikinn. Lögregla beitti varnarúða en það var um þetta leyti sem mótmælendum hafði tekist að brenna og skera í sundur kapla sem lágu milli sjónvarpsvéla og útsendingarstjórnar og varð það til þess að útsendingin rofnaði. Einn af starfsmönnum Stöðvar 2, sem reyndi að verja vettvanginn, fékk hnefahögg í andlitið. Jóhann Bjarni Kjartansson, tæknimaður á Stöð 2, varð einnig vitni að því þegar lögreglumaður fékk grjóthnullung í andlitið. ,,Að fólk skuli kasta grjóti inn í hóp fólks er fyrir neðan allar hellur." Þrír mótmælenda voru handteknir en sleppt eftir yfirheyrslu. Aðrir mótmælenda kvörtuðu sáran undan áhrifum piparúðans. Fyrir innan biðu flokksformennirnir nokkra stund eftir útsendingarrof en fengu síðan lögreglufylgd út bakdyramegin. Ari Edwald, forstjóri 365, segist vera slegin óhug vegna atburðana.Þarna hafi lífi og limum fólks verið stefnt í hættu. Og hann vill að lögregla taki miklu harðar á málum. Greinilegt sé að komnir eru í hópinn ótýndir glæpamenn. Það sé greinilegt þegar fólk mæti með grímur og vopnað. Hörður Torfason, helsti forsprakki mótmæla í vetur, kom ekki að þessari uppákomu en treystir sér þó ekki til að fordæma hana. Hann segir að inn slægist einstaklingar sem brjóti og bramli. Hörður setur spurningarmerki við framgöngu lögreglu.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira