Hörður Torfason harmar atburðina á Hótel Borg 1. janúar 2009 18:30 Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, segist sleginn óhug eftir atburðinn á Hótel Borg í gær og segir að vopnaðir ótýndir glæpamenn séu komnir inn í hóp mótmælenda, sem lögregla verði að taka miklu harðar á. Hörður Torfason segist harma það sem gerðist. Mótmælendur mættu með hrossabresti, pottlok og allskyns tól og tæki til að framkvæma sem mestan hávaða. Þeir börðu glugga hótelsins að utan, sprengdu kínverja, gerðu hróp og köll og heyrðust lætin greinilega inn í umræðu flokksformanna í Kryddsíldinni. Þeir sem mest höfðu sig í frammi voru grímuklæddir og sumir vopnaðir eins og þessum hníf sem viðkomandi notaði til að reyna að spenna upp glugga. Lögreglan fylgdist með álengdar en fyrir innan hélt umræðan áfram, þó án forsætiaráðherra sem aldrei náði að komast inn á hótelið. Brátt tóku mótmælendur að klifra yfir læst öryggishlið og inn í hliðarsund þaðan sem þeir reyndu að brjóta sér leið inn í útsendingarsalinn. Starfsmenn hótelsins og Stöðvar 2 reyndu að varna þeim inngöngu og verja tækjabúnað sjónvarpsstöðvarinnar. Á þessu gekk í um tíu mínútur og komust nokkrir mótmælenda að anddyri salarins og áttu þá aðeins eftir fimm til sex metra um umræðuborðinu. Lögregla skarst þá í leikinn. Lögregla beitti varnarúða en það var um þetta leyti sem mótmælendum hafði tekist að brenna og skera í sundur kapla sem lágu milli sjónvarpsvéla og útsendingarstjórnar og varð það til þess að útsendingin rofnaði. Einn af starfsmönnum Stöðvar 2, sem reyndi að verja vettvanginn, fékk hnefahögg í andlitið. Jóhann Bjarni Kjartansson, tæknimaður á Stöð 2, varð einnig vitni að því þegar lögreglumaður fékk grjóthnullung í andlitið. ,,Að fólk skuli kasta grjóti inn í hóp fólks er fyrir neðan allar hellur." Þrír mótmælenda voru handteknir en sleppt eftir yfirheyrslu. Aðrir mótmælenda kvörtuðu sáran undan áhrifum piparúðans. Fyrir innan biðu flokksformennirnir nokkra stund eftir útsendingarrof en fengu síðan lögreglufylgd út bakdyramegin. Ari Edwald, forstjóri 365, segist vera slegin óhug vegna atburðana.Þarna hafi lífi og limum fólks verið stefnt í hættu. Og hann vill að lögregla taki miklu harðar á málum. Greinilegt sé að komnir eru í hópinn ótýndir glæpamenn. Það sé greinilegt þegar fólk mæti með grímur og vopnað. Hörður Torfason, helsti forsprakki mótmæla í vetur, kom ekki að þessari uppákomu en treystir sér þó ekki til að fordæma hana. Hann segir að inn slægist einstaklingar sem brjóti og bramli. Hörður setur spurningarmerki við framgöngu lögreglu. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, segist sleginn óhug eftir atburðinn á Hótel Borg í gær og segir að vopnaðir ótýndir glæpamenn séu komnir inn í hóp mótmælenda, sem lögregla verði að taka miklu harðar á. Hörður Torfason segist harma það sem gerðist. Mótmælendur mættu með hrossabresti, pottlok og allskyns tól og tæki til að framkvæma sem mestan hávaða. Þeir börðu glugga hótelsins að utan, sprengdu kínverja, gerðu hróp og köll og heyrðust lætin greinilega inn í umræðu flokksformanna í Kryddsíldinni. Þeir sem mest höfðu sig í frammi voru grímuklæddir og sumir vopnaðir eins og þessum hníf sem viðkomandi notaði til að reyna að spenna upp glugga. Lögreglan fylgdist með álengdar en fyrir innan hélt umræðan áfram, þó án forsætiaráðherra sem aldrei náði að komast inn á hótelið. Brátt tóku mótmælendur að klifra yfir læst öryggishlið og inn í hliðarsund þaðan sem þeir reyndu að brjóta sér leið inn í útsendingarsalinn. Starfsmenn hótelsins og Stöðvar 2 reyndu að varna þeim inngöngu og verja tækjabúnað sjónvarpsstöðvarinnar. Á þessu gekk í um tíu mínútur og komust nokkrir mótmælenda að anddyri salarins og áttu þá aðeins eftir fimm til sex metra um umræðuborðinu. Lögregla skarst þá í leikinn. Lögregla beitti varnarúða en það var um þetta leyti sem mótmælendum hafði tekist að brenna og skera í sundur kapla sem lágu milli sjónvarpsvéla og útsendingarstjórnar og varð það til þess að útsendingin rofnaði. Einn af starfsmönnum Stöðvar 2, sem reyndi að verja vettvanginn, fékk hnefahögg í andlitið. Jóhann Bjarni Kjartansson, tæknimaður á Stöð 2, varð einnig vitni að því þegar lögreglumaður fékk grjóthnullung í andlitið. ,,Að fólk skuli kasta grjóti inn í hóp fólks er fyrir neðan allar hellur." Þrír mótmælenda voru handteknir en sleppt eftir yfirheyrslu. Aðrir mótmælenda kvörtuðu sáran undan áhrifum piparúðans. Fyrir innan biðu flokksformennirnir nokkra stund eftir útsendingarrof en fengu síðan lögreglufylgd út bakdyramegin. Ari Edwald, forstjóri 365, segist vera slegin óhug vegna atburðana.Þarna hafi lífi og limum fólks verið stefnt í hættu. Og hann vill að lögregla taki miklu harðar á málum. Greinilegt sé að komnir eru í hópinn ótýndir glæpamenn. Það sé greinilegt þegar fólk mæti með grímur og vopnað. Hörður Torfason, helsti forsprakki mótmæla í vetur, kom ekki að þessari uppákomu en treystir sér þó ekki til að fordæma hana. Hann segir að inn slægist einstaklingar sem brjóti og bramli. Hörður setur spurningarmerki við framgöngu lögreglu.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira