Fjögur krossbandaslit á 28 dögum hjá Íslendingaliðinu IFK Göteborg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2009 13:30 Ragnar Sigurðsson hefur horft á eftir fjórum liðsfélögum í erfið hnémeiðsli. Tommy Holl Það er óhætt að segja að sænska liðið IFK Göteborg hafi verið óheppið með meiðsli á síðustu vikum en fjórir leikmenn liðsins hafa slitið krossbönd á einum mánuði. Með IFK Göteborg spila einmitt Íslendingarnir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Fyrstur til að slíta krossbönd var hinn 20 ára gamli varamaður Petter Björlund og gerðist það á æfingu. Næstur í röðinni var varnarmaðurinn Nicklas Carlsson í bikarleik á móti Gefle en hann sleit einnig liðband í hné og verður frá í um níu mánuði. Þriðji liðsmaður IFK Göteborg til að slíta krossband var hinn 18 ára sóknarmaður Robin Söder en það gerðist í leik með 21 árs landsliði Svía í undanúrslitaleik á EM á móti Englandi. Fjórði og síðasti leikmaður IFK Göteborg til að slíta krossbönd var landsliðsmaðurinn og fyrirliðinn Adam Johansson sem hefur spilað við hlið Ragnars Sigurðsson í vörn IFK. Håkan Mild, íþróttastjóri IFK Göteborg, segir liðið hafi verið að leita af sóknarmönnum fyrir viku en nú þurfi liðið að finna sér varnarmenn til þess að bregðast við þessum meiðslafaraldi. "Við horfum nú til Norðurlanda," sagði Mild í viðtali við Aftonbladet og hver veit nema að Íslendingunum gæti fjölgað hjá sænska liðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Það er óhætt að segja að sænska liðið IFK Göteborg hafi verið óheppið með meiðsli á síðustu vikum en fjórir leikmenn liðsins hafa slitið krossbönd á einum mánuði. Með IFK Göteborg spila einmitt Íslendingarnir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Fyrstur til að slíta krossbönd var hinn 20 ára gamli varamaður Petter Björlund og gerðist það á æfingu. Næstur í röðinni var varnarmaðurinn Nicklas Carlsson í bikarleik á móti Gefle en hann sleit einnig liðband í hné og verður frá í um níu mánuði. Þriðji liðsmaður IFK Göteborg til að slíta krossband var hinn 18 ára sóknarmaður Robin Söder en það gerðist í leik með 21 árs landsliði Svía í undanúrslitaleik á EM á móti Englandi. Fjórði og síðasti leikmaður IFK Göteborg til að slíta krossbönd var landsliðsmaðurinn og fyrirliðinn Adam Johansson sem hefur spilað við hlið Ragnars Sigurðsson í vörn IFK. Håkan Mild, íþróttastjóri IFK Göteborg, segir liðið hafi verið að leita af sóknarmönnum fyrir viku en nú þurfi liðið að finna sér varnarmenn til þess að bregðast við þessum meiðslafaraldi. "Við horfum nú til Norðurlanda," sagði Mild í viðtali við Aftonbladet og hver veit nema að Íslendingunum gæti fjölgað hjá sænska liðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira