Innlent

Yfirlýsing frá Sportkafarafélaginu: Jónas og Árni ekki meðlimir

Sportkafarafélagið vill koma því á framfæri að enginn grunaðra í Papeyjarsmyglinu. Myndin tengist ekki fréttinni.
Sportkafarafélagið vill koma því á framfæri að enginn grunaðra í Papeyjarsmyglinu. Myndin tengist ekki fréttinni.

Einar Þór Halldórsson, formaður Sportkafarafélagsins, vill koma því á framfæri að enginn grunaðra í hinu svokallaða Papeyjarsmygli sé lengur meðlimur í félaginu.

Þeir Jónas Árni Lúðvíksson og Árni Hrafn Ásbjörnsson voru báðir meðlimir í félaginu en Jónas mun hafa hætt í félaginu fyrir um þremur árum og Árni fyrir um það bil tveimur árum.

Í viðtali við Sigurð Örn Sigurðsson, eiganda gúmmíbátsins sem notaður var til að sækja eiturlyfin út í Papey, kom fram að hann hefði tekið Jónas Árna trúanlegan fyrir því að hann væri að fara til köfunar í Ísafjarðardjúpinu þar sem hann hefði á sínum tíma verið í Sportkafarafélaginu. Raunin hafi aftur verið sú að Jónas var að ljúga að sér eins og síðar kom í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×