Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi 14. ágúst 2009 10:07 Hosmany Ramos á ótrúlegan feril að baki. Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira