Brasilískur flóttamaður frjáls eftir viku 4. september 2009 15:43 Hosmany Ramos. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hann lyki 30 daga afplánun sem hann hlaut fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. Að sögn verjanda Hosmanys, Hilmars Ingimundarsonar, þá sækir lögreglustjóri málið að beiðni dómsmálaráðherra. Hosmany er á flótta frá Brasilíu eftir að hafa verið dæmdur í áratuga fangelsisvist þar í landi fyrir stórfelld fíkniefnamisferli og morðs á flugmanni sem starfaði fyrir hann við fíkniefnaflutning. Sjálfur er Hosmany menntaður lýtalæknir og er óhætt að segja að hann er þekktasti fangi Brasilíu. Hann hefur meðal annars skrifað bækur auk þess sem hann hefur gagnrýnt aðbúnað fanga þar í landi harðlega. Sjálfur segist hann óttast um líf sitt af þeim ástæðum. Fregnir af Hosmany hér á landi hafa vakið gríðarlega sterk viðbrögð í Brasilískum fjölmiðlum. Meðal annars hefur dómsmálaráðherrann sagt opinberlega að hann væri reiðubúinn til þess að koma til Íslands ef það gæti orðið til þess að Hosmany yrði framseldur. Enginn framsalssamningur er á milli Íslands og Brasilíu. Nokkrir Íslendingar sitja í fangelsum þar í landi. Dæmi eru þó um að Brasilía hefur haft fangaskipti við ríki sem brasilískir glæpamenn hafa dvalið í. Síðast var það í Mónakó þegar fjárglæframaður var framseldur fyrir fanga frá Mónakó sem afplánuðu dóma í brasilískum fangelsum. Að sögn Hilmars, verjanda Hosmany, þá var krafa lögreglustjórans óeðlileg þar sem ekki er hægt að krefjast fyrirfram gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir mönnum. Hosmany er enn í fangelsi en honum verður sleppt lausum 11. september. Mögulegt er að aftur verði farið fram á gæsluvarðhald yfir Hosmany. Að öðrum kosti mun hann verða frjáls. Hosmany hefur óskað eftir hæli á Íslandi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hefur beiðnina til meðferðar. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hann lyki 30 daga afplánun sem hann hlaut fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. Að sögn verjanda Hosmanys, Hilmars Ingimundarsonar, þá sækir lögreglustjóri málið að beiðni dómsmálaráðherra. Hosmany er á flótta frá Brasilíu eftir að hafa verið dæmdur í áratuga fangelsisvist þar í landi fyrir stórfelld fíkniefnamisferli og morðs á flugmanni sem starfaði fyrir hann við fíkniefnaflutning. Sjálfur er Hosmany menntaður lýtalæknir og er óhætt að segja að hann er þekktasti fangi Brasilíu. Hann hefur meðal annars skrifað bækur auk þess sem hann hefur gagnrýnt aðbúnað fanga þar í landi harðlega. Sjálfur segist hann óttast um líf sitt af þeim ástæðum. Fregnir af Hosmany hér á landi hafa vakið gríðarlega sterk viðbrögð í Brasilískum fjölmiðlum. Meðal annars hefur dómsmálaráðherrann sagt opinberlega að hann væri reiðubúinn til þess að koma til Íslands ef það gæti orðið til þess að Hosmany yrði framseldur. Enginn framsalssamningur er á milli Íslands og Brasilíu. Nokkrir Íslendingar sitja í fangelsum þar í landi. Dæmi eru þó um að Brasilía hefur haft fangaskipti við ríki sem brasilískir glæpamenn hafa dvalið í. Síðast var það í Mónakó þegar fjárglæframaður var framseldur fyrir fanga frá Mónakó sem afplánuðu dóma í brasilískum fangelsum. Að sögn Hilmars, verjanda Hosmany, þá var krafa lögreglustjórans óeðlileg þar sem ekki er hægt að krefjast fyrirfram gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir mönnum. Hosmany er enn í fangelsi en honum verður sleppt lausum 11. september. Mögulegt er að aftur verði farið fram á gæsluvarðhald yfir Hosmany. Að öðrum kosti mun hann verða frjáls. Hosmany hefur óskað eftir hæli á Íslandi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hefur beiðnina til meðferðar.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira