Inzaghi hungraður sem aldrei fyrr - Stefnan sett á Basten og Baggio Ómar Þorgeirsson skrifar 9. júlí 2009 23:30 Filippo „Pippo“ Inzaghi. Nordic photos/AFP Gamli refurinn Filippo Inzaghi er ekki dauður úr öllum æðum hjá AC Milan þó svo að ítalska félagið sé orðað við stjörnuframherja á borð við Luis Fabiano og Klaas-Jan Huntelaar. Hinn 36 ára gamli Inzaghi getur ekki beðið eftir næsta keppnistímabili á Ítalíu. „Ef ég væri 28 ára þá væri AC Milan ekki að leita að nýjum framherja núna, það er á hreinu, en þar sem ég er 36 ára gamall skil ég þetta fullkomlega vel. Stefna félagsins er að yngja upp hjá sér og það er bara gott og blessað og ég gæti reyndar verið pabbi nokkurra leikmanna sem eru að koma upp í aðalliðið núna," segir Inzaghi í viðtali við Gazzetta dello Sport. Inzaghi eða Pippo eins og hann er stundum kallaður setur stefnuna á að komast upp fyrir goðsagnirnar Marco Van Basten og Roberto Baggio í markaskorun. Basten skoraði 90 mörk á sínum tíma með AC Milan en Inzaghi er kominn með 70 mörk og Baggio skoraði 318 mörk á sínum ferli á Ítalíu í öllum keppnum en Inzaghi er þar kominn með 306 mörk. „Ég verð eins og mannæta þegar ég kem inn á völlinn og veit að það er stutt í Basten og Baggio. Það hvetur mig til þess að halda áfram á fullu," segir Inzaghi. Inzaghi státar reyndar af meti yfir flest mörk skoruð í Evrópukeppnum félagsliða en þar er hann efstur á blaði með 66 mörk ásamt Raúl hjá Real Madrid. Það verður að teljast ágætis árangur fyrir mann sem knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United lét hafa eftir sér að væri „fæddur í rangstöðu." Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Sjá meira
Gamli refurinn Filippo Inzaghi er ekki dauður úr öllum æðum hjá AC Milan þó svo að ítalska félagið sé orðað við stjörnuframherja á borð við Luis Fabiano og Klaas-Jan Huntelaar. Hinn 36 ára gamli Inzaghi getur ekki beðið eftir næsta keppnistímabili á Ítalíu. „Ef ég væri 28 ára þá væri AC Milan ekki að leita að nýjum framherja núna, það er á hreinu, en þar sem ég er 36 ára gamall skil ég þetta fullkomlega vel. Stefna félagsins er að yngja upp hjá sér og það er bara gott og blessað og ég gæti reyndar verið pabbi nokkurra leikmanna sem eru að koma upp í aðalliðið núna," segir Inzaghi í viðtali við Gazzetta dello Sport. Inzaghi eða Pippo eins og hann er stundum kallaður setur stefnuna á að komast upp fyrir goðsagnirnar Marco Van Basten og Roberto Baggio í markaskorun. Basten skoraði 90 mörk á sínum tíma með AC Milan en Inzaghi er kominn með 70 mörk og Baggio skoraði 318 mörk á sínum ferli á Ítalíu í öllum keppnum en Inzaghi er þar kominn með 306 mörk. „Ég verð eins og mannæta þegar ég kem inn á völlinn og veit að það er stutt í Basten og Baggio. Það hvetur mig til þess að halda áfram á fullu," segir Inzaghi. Inzaghi státar reyndar af meti yfir flest mörk skoruð í Evrópukeppnum félagsliða en þar er hann efstur á blaði með 66 mörk ásamt Raúl hjá Real Madrid. Það verður að teljast ágætis árangur fyrir mann sem knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United lét hafa eftir sér að væri „fæddur í rangstöðu."
Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Sjá meira