Innlent

Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sigmundur Ernir, þingmaður Samfylkingar, í ræðustól.
Sigmundur Ernir, þingmaður Samfylkingar, í ræðustól.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið.

Hann segir eftir á að hyggja hafa verið mistök af sinni hálfu að hafa mætt í þingið eftir að hafa bragðað áfengi og biðst á því velvirðingar.

Sigmundur var sagður hafa þvertekið fyrir að hafa smakkað áfengi áður en hann steig í ræðustól á Alþingi þetta kvöld í samtali við fréttamann RÚV í fréttum í gær. Í samtali við Vísi daginn eftir umræðurnar sagði hann galsa hafa verið í þingsalnum.

Sigmundur gefur þá skýringu á þessu að hann hafi ekki kennt áhrifa vínsins við umræðurnar og því hafi hann svarað því neitandi þegar borið var upp á hann að hann hafi verið ölvaður um kvöldið.

Hann segist hins vegar hafa verið þreyttur og reiður vegna linnulausra frammíkalla stjórnarandstöðu.

Sigmundur mun bíða afgreiðslu forsætisnefndar á málinu áður en hann tjáir sig frekar um málið.

Lesa má tilkynningu Sigmundar vegna málsins á Pressunni hér.

Sjá má téðar umræður í þinginu hér.




Tengdar fréttir

Sagður hafa hellt í sig víni

Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag.

Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta.

Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum

„Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar.

Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl

„Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu.

„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns"

„Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×