Skemmtilegra að komast áfram svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 12:30 Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. Mynd/Daníel Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki