Innlent

Rúnar og Rabe fá tíu ára dóm fyrir Papeyjarsmygl

Dómar í Papeyjarsmyglinu voru að falla í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Peter Rabe og Rúnar Þór Róbertsson fengu tíu ára dóm hvor. Árni Hrafn Ásbjörnsson fékk níu ára dóm. Þessir þrír voru gripnir um borð í skútunni Sirtaki á leið út úr íslenskri lögsögu.

Jónas Árni Lúðvíksson fékk fimm ára dóm, Pétur Kúld Pétursson þriggja og hálfs árs dóm og Halldór Hlíðar Bergmundsson fékk þriggja ára dóm. Tveir þeirra voru handteknir á Djúpavogi en einn á Höfn.

Allir verjendur báðu um frest til að áfrýja málinu til Hæstaréttar.


Tengdar fréttir

Eigandi gúmmíbátsins: Ekkert leyndarmál í þessu

„Það er ekkert leyndarmál í þessu og hefur aldrei verið. Ég fór strax sama kvöld og þetta gerðist upp á lögreglustöð og sýndi öll mín gögn,“ segir Sigurður Örn Sigurðsson sem átti gúmmíbátinn sem notaður var til þess að sigla út í Papey til þess að sækja eiturlyf þann 20. apríl síðastliðinn.

Réttað yfir meintum höfuðpaur í Papeyjarsmygli utan Íslands?

Hollendingurinn sem talinn er höfuðpaurinn í Papeyjarmálinu svokallaða gæti sloppið við réttarhald hér á landi verði frávísunarkrafa í máli hans samþykkt í Hæstarétti. Sleppi hann við réttarhald verður að öllum líkindum réttað yfir honum í Hollandi eða Belgíu.

Sigurður Ólason átti Papeyjargúmbátinn

Gúmmíbáturinn sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sigurðar Hilmars Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að fíkniefnasmygli, peningaþvætti og samstarf við erlendan glæpahring. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×