Skrítið að vera með grímu 28. apríl 2009 07:00 „Fólk er hrætt,“ segir Steinar Orri Hafsteinsson, skiptinemi í Mexíkó. Fjölmargir hafa sett sig í samband við landlæknisembættið til að kanna hvort óhætt og heimilt sé að fara til Mexíkó og hvort og þá hvernig eigi að bregðast við svínainflúensunni sem geisar þar. Ekki hefur verið gripið til ferðatakmarkana en heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með þróuninni. Íslendingar eiga flensulyfin Tamiflu og Relenza fyrir þriðjung þjóðarinnar. Steinar Orri Hafsteinsson hefur verið skiptinemi í Mexíkó í vetur. Hann var á ferðalagi um síðustu helgi og segir að allir skiptinemarnir og helmingur Mexíkóabúanna hafi verið með öndunargrímur. Skiptinemunum var sagt frá svínainflúensunni fyrir fjórum dögum og þá fylgdi sögunni að inflúensubakterían gæti ekki lifað í miklum hita. „En svo sá ég að grunur léki á að tuttugu væru með svínainflúensuna hér í Veracruz þannig að það er ekkert að marka þetta með hitann," segir hann. Steinar Orri fór ekki í skólann í gær, bæði vegna inflúensunnar og vegna þess að hann kom svo seint heim úr ferðalaginu á sunnudagskvöldið. Hann segir þó að skólinn sinn hafi verið opinn. Foreldrar hafi beðið börnin að vera með grímur en margir vilji það ekki. „Fólk er hrætt en sumir taka ekkert mark á þessu og telja að það gangi hratt yfir." Honum finnst skrítið að ganga með öndunargrímu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að fylgst sé náið með þróun inflúensunnar í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins. Ekki sé fyllilega ljóst hvort heimsfaraldur muni verða eða ekki. - ghs Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Fjölmargir hafa sett sig í samband við landlæknisembættið til að kanna hvort óhætt og heimilt sé að fara til Mexíkó og hvort og þá hvernig eigi að bregðast við svínainflúensunni sem geisar þar. Ekki hefur verið gripið til ferðatakmarkana en heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með þróuninni. Íslendingar eiga flensulyfin Tamiflu og Relenza fyrir þriðjung þjóðarinnar. Steinar Orri Hafsteinsson hefur verið skiptinemi í Mexíkó í vetur. Hann var á ferðalagi um síðustu helgi og segir að allir skiptinemarnir og helmingur Mexíkóabúanna hafi verið með öndunargrímur. Skiptinemunum var sagt frá svínainflúensunni fyrir fjórum dögum og þá fylgdi sögunni að inflúensubakterían gæti ekki lifað í miklum hita. „En svo sá ég að grunur léki á að tuttugu væru með svínainflúensuna hér í Veracruz þannig að það er ekkert að marka þetta með hitann," segir hann. Steinar Orri fór ekki í skólann í gær, bæði vegna inflúensunnar og vegna þess að hann kom svo seint heim úr ferðalaginu á sunnudagskvöldið. Hann segir þó að skólinn sinn hafi verið opinn. Foreldrar hafi beðið börnin að vera með grímur en margir vilji það ekki. „Fólk er hrætt en sumir taka ekkert mark á þessu og telja að það gangi hratt yfir." Honum finnst skrítið að ganga með öndunargrímu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að fylgst sé náið með þróun inflúensunnar í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins. Ekki sé fyllilega ljóst hvort heimsfaraldur muni verða eða ekki. - ghs
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira