Erlent

Hið íslamska ríki í Írak lýsir tilræði á hendur sér

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Worldnews

Hópur sem tengist al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum hefur lýst sprengjutilræðinu í Baghdad á sunnudaginn á hendur sér. Sprengjurnar, sem voru í tveimur bílum, urðu 155 manns að bana og slösuðu mörg hundruð í miðbæ Baghdad. Hópurinn, sem kallar sig Hið íslamska ríki í Írak, lýsti ódæðinu á hendur sér á vefsíðu sem hryðjuverkahópar nota gjarnan til að koma sjónarmiðum og skilaboðum á framfæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×