Flugdólgur trylltist á leið til Tenerife - yfirbugaður af farþegum Breki Logason skrifar 5. júní 2009 13:07 Mynd úr safni Svanur Kristinsson lögregluþjónn á Selfossi var á leið í vikufrí til Tenerife á miðvikudaginn í síðustu viku. Áður en hann fór upp í flugvélina veitti hann manni athygli sem virtist vera í annarlegu ástandi. Skömmu eftir flugtak missti maðurinn síðan gjörsamlega stjórn á sér og áhöfnin óskaði eftir aðstoð farþega. Svanur og Bjarni nokkur fyrrverandi slökkviliðsmaður frá Selfossi skiptust síðan á að sitja yfir manninum næstu þrjá tímana. Við komuna til Tenerife var dólgurinn síðan leiddur út í járnum og beit spænskan lögregluþjón. Matthías Imsland framkvæmdarstjóri Iceland Express segir að maðurinn fari ekki aftur upp í vél frá félaginu, nema þá í lögreglufylgd. „Það má segja að hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, hann reif sig úr að ofan og var alveg kolvitlaus," segir Svanur í samtali við Vísi. Hann segir að áhöfnin hafi fyrst óskað eftir aðstoð læknis en enginn hafi gefið sig fram. „Ég var að vinna á sjúkrabíl í mörg ár þannig að ég spurði hvort ég gæti aðstoðað. Hann var alveg ruglaður þessi maður þannig að við fórum með hann aftur í vélina og stóðum yfir honum í þrjá tíma," segir Svanur sem starfar sem lögregluþjónn á Selfossi. Hann segir að rætt hafi verið um að lenda á Stansted flugvelli í London til þess að koma manninum frá borði. „Það kostaði hinsvegar peninga og þeir hefðu þurft að sleppa eldsneyti. Ég sagði því bara við flugstjórann að við myndum sjá til þess að hann yrði þægur. Síðan við lendingu þá truðflaðist hann endanlega og var öskrandi og æpandi." „Flugstjórinn lét mig síðan fá handjárn því við gátum ekkert hamið hann nema setja hann í járn. Við fórum síðan með hann út úr vélinni að aftan þar sem áhöfnin fer út og þá lenti ég í smá átökum sem endaði með því að ég þurfti að snúa hann niður." Svanur segir að því næst hafi spænska löggan tekið við manninum og hún hafi ekki beint verið að flýta sér. „Mér skilst að hann hafi bitið einn spænskan lögreglumann. Mér skildist síðan á lögreglunni þarna að refsingin væri 200 evrur í sekt eða 90 daga fangelsi." Svanur vill taka það fram að áhöfnin á vélinni hafi verið alveg frábær en dólgurinn er ekki að fara aftur um borð hjá Iceland Express nema í lögreglufylgd. „Það eina sem ég veit er að hann ætlaði að koma heim en ég sagði það ekki koma til greina nema hann væri í lögreglufylgd. Ég hef síðan ekki heyrt neitt meira," segir Matthías Imsland framkvæmdarstjóri Iceland Express. Hann segir flugfélagið ekki vilja fá einstaklinga sem þessa um borð aftur en maðurinn hafi val um að koma sér sjálfur einhvernveginn heim eða þá að hann fljúgi með lögreglufylgd. Aðspurður hvort einhver hætta hafi verið á ferðum um borð segir Matthías ekki telja að svo hafi verið. „Það var brugðist hratt við og farþegar héldu honum þarna niðri. Þetta var greinilega ekki stabíll einstaklingur og það er tekið mjög hart á svona málum." Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Svanur Kristinsson lögregluþjónn á Selfossi var á leið í vikufrí til Tenerife á miðvikudaginn í síðustu viku. Áður en hann fór upp í flugvélina veitti hann manni athygli sem virtist vera í annarlegu ástandi. Skömmu eftir flugtak missti maðurinn síðan gjörsamlega stjórn á sér og áhöfnin óskaði eftir aðstoð farþega. Svanur og Bjarni nokkur fyrrverandi slökkviliðsmaður frá Selfossi skiptust síðan á að sitja yfir manninum næstu þrjá tímana. Við komuna til Tenerife var dólgurinn síðan leiddur út í járnum og beit spænskan lögregluþjón. Matthías Imsland framkvæmdarstjóri Iceland Express segir að maðurinn fari ekki aftur upp í vél frá félaginu, nema þá í lögreglufylgd. „Það má segja að hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, hann reif sig úr að ofan og var alveg kolvitlaus," segir Svanur í samtali við Vísi. Hann segir að áhöfnin hafi fyrst óskað eftir aðstoð læknis en enginn hafi gefið sig fram. „Ég var að vinna á sjúkrabíl í mörg ár þannig að ég spurði hvort ég gæti aðstoðað. Hann var alveg ruglaður þessi maður þannig að við fórum með hann aftur í vélina og stóðum yfir honum í þrjá tíma," segir Svanur sem starfar sem lögregluþjónn á Selfossi. Hann segir að rætt hafi verið um að lenda á Stansted flugvelli í London til þess að koma manninum frá borði. „Það kostaði hinsvegar peninga og þeir hefðu þurft að sleppa eldsneyti. Ég sagði því bara við flugstjórann að við myndum sjá til þess að hann yrði þægur. Síðan við lendingu þá truðflaðist hann endanlega og var öskrandi og æpandi." „Flugstjórinn lét mig síðan fá handjárn því við gátum ekkert hamið hann nema setja hann í járn. Við fórum síðan með hann út úr vélinni að aftan þar sem áhöfnin fer út og þá lenti ég í smá átökum sem endaði með því að ég þurfti að snúa hann niður." Svanur segir að því næst hafi spænska löggan tekið við manninum og hún hafi ekki beint verið að flýta sér. „Mér skilst að hann hafi bitið einn spænskan lögreglumann. Mér skildist síðan á lögreglunni þarna að refsingin væri 200 evrur í sekt eða 90 daga fangelsi." Svanur vill taka það fram að áhöfnin á vélinni hafi verið alveg frábær en dólgurinn er ekki að fara aftur um borð hjá Iceland Express nema í lögreglufylgd. „Það eina sem ég veit er að hann ætlaði að koma heim en ég sagði það ekki koma til greina nema hann væri í lögreglufylgd. Ég hef síðan ekki heyrt neitt meira," segir Matthías Imsland framkvæmdarstjóri Iceland Express. Hann segir flugfélagið ekki vilja fá einstaklinga sem þessa um borð aftur en maðurinn hafi val um að koma sér sjálfur einhvernveginn heim eða þá að hann fljúgi með lögreglufylgd. Aðspurður hvort einhver hætta hafi verið á ferðum um borð segir Matthías ekki telja að svo hafi verið. „Það var brugðist hratt við og farþegar héldu honum þarna niðri. Þetta var greinilega ekki stabíll einstaklingur og það er tekið mjög hart á svona málum."
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira