Jose Mourinho, þjálfari Inter, bar sig karlmannlega eftir leik er hann faðmaði Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að sér. Hann var þó greinilega ekki í neitt sérstöku skapi og skal engan undra.
„Nú verða allir kátir á Ítalíu því Inter er úr leik. En mér er alveg sama um það. Ég vann. Ég er ekki reiður heldur miður mín. Við höfum ekki haft heppnina með okkur í liði í stóru leikjunum," sagði Mourinho.
„Ég finn til með þeim sem hafa aldrei unnið þennan bikar og hefur alltaf langað til þess. Það vantaði eitthvað hjá okkur í kvöld. Ég get þó sagt við Inter að við munum í það minnsta vinna ítalska meistaratitilinn," sagði Mourinho beygður en ekki bugaður frekar en fyrri daginn.