Algengast að merkt sé við tvo á kjörseðli 25. apríl 2009 07:00 Mynd/GVA Alltaf er talsvert um ógilda kjörseðla í hverjum kosningum. Algengast er að merkt sé við einn lista en einstaklingur strikaður út af einhverjum öðrum lista, sem ógildir atkvæðið, segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til að atkvæðaseðill teljist gildur má ekki eiga á nokkurn hátt við lista annan en þann sem kjósandinn hyggst greiða atkvæði sitt. Sveinn segir í raun duga að strika út eitt nafn á lista til að sá listi teljist hafa fengið atkvæði kjósandans, jafnvel þó sá kjósandi krossi ekki við listabókstafinn. Þess vegna teljist atkvæðaseðlar þar sem merkt er við einn lista en strikað út af öðrum alltaf ógildir, þar sem ómögulegt sé að segja til um hvorn listann viðkomandi kjósandi ætlaði sér að kjósa. Kjósendur mega þó alltaf merkja við sinn lista, strika menn út af þeim lista, eða breyta röð þeirra með tölustöfum. Alltaf er eitthvað um að kjósendur ógildi kjörseðla sína með því að krota á þá, eða skrifa á spássíuna. Sumir ganga svo langt að skrifa vísur á kjörseðilinn. Í slíkum tilvikum verður yfirkjörstjórn að líta svo á að búið sé að auðkenna kjörseðilinn, í raun merkja hann ákveðnum kjósanda. Þar sem slíkt er með öllu óheimilt telst slíkur kjörseðill ógildur, segir Sveinn. Geri kjósendur mistök í kjörklefanum, eða iðrist þess að hafa párað stöku á kjörseðilinn, geta þeir fengið nýjan kjörseðil afhentan. Þá má að sjálfsögðu ekki stinga þeim fyrri í kjörkassann, heldur skal hann afhentur fulltrúum kjörstjórnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Alltaf er talsvert um ógilda kjörseðla í hverjum kosningum. Algengast er að merkt sé við einn lista en einstaklingur strikaður út af einhverjum öðrum lista, sem ógildir atkvæðið, segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til að atkvæðaseðill teljist gildur má ekki eiga á nokkurn hátt við lista annan en þann sem kjósandinn hyggst greiða atkvæði sitt. Sveinn segir í raun duga að strika út eitt nafn á lista til að sá listi teljist hafa fengið atkvæði kjósandans, jafnvel þó sá kjósandi krossi ekki við listabókstafinn. Þess vegna teljist atkvæðaseðlar þar sem merkt er við einn lista en strikað út af öðrum alltaf ógildir, þar sem ómögulegt sé að segja til um hvorn listann viðkomandi kjósandi ætlaði sér að kjósa. Kjósendur mega þó alltaf merkja við sinn lista, strika menn út af þeim lista, eða breyta röð þeirra með tölustöfum. Alltaf er eitthvað um að kjósendur ógildi kjörseðla sína með því að krota á þá, eða skrifa á spássíuna. Sumir ganga svo langt að skrifa vísur á kjörseðilinn. Í slíkum tilvikum verður yfirkjörstjórn að líta svo á að búið sé að auðkenna kjörseðilinn, í raun merkja hann ákveðnum kjósanda. Þar sem slíkt er með öllu óheimilt telst slíkur kjörseðill ógildur, segir Sveinn. Geri kjósendur mistök í kjörklefanum, eða iðrist þess að hafa párað stöku á kjörseðilinn, geta þeir fengið nýjan kjörseðil afhentan. Þá má að sjálfsögðu ekki stinga þeim fyrri í kjörkassann, heldur skal hann afhentur fulltrúum kjörstjórnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira