Búast við sögulegum kosningum 25. apríl 2009 08:00 Landsmenn ganga að kjörborðinu í dag. Stjórnmálafræðingar segja að spennandi verði að sjá hvort stjórnin nái meirihluta.. Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. kolbeinn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. kolbeinn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira