Massimo Moratti, forseti Inter Milan, hefur hafnað beiðni Jose Mourinho knattspyrnustjóra um að fá að kaupa nýjan framherja til liðsins og segir að hann fái ekki pening til leikmannakaupa í janúar næstkomandi.
Goran Pandev og Luca Toni hafa verið orðaðir við Inter að undanförnu en Moratti segir engar líkur á að þeir komi til félagsins á næstunni.
„Eins og málin standa nú eru engir leikmenn á leið til félagsins, hvorki sóknarmenn né aðrir," sagði Moratti í gær.
„Við höfum þegar fengið marga góða leikmenn til félagsins að undanförnu og getum því ekki fengið fleiri í bráð."