Átta marka leikur á Brúnni - Chelsea og Barcelona komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2009 18:44 Michael Ballack hjá Chelsea og Xabi Alonso hjá Liverpool. Mynd/GettyImages Chelsea og Barcelona tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir jafntefli í leikjum sínum. Bæði höfðu gott forskot út fyrri leiknum. Chelsea lenti 0-2 undir á heimavelli á móti Liverpool en svaraði með þremur mörkum í röð. Liverpool komst aftur yfir en Frank Lampard skoraði áttunda og síðasta mark leiksins og tryggði Chelsea 4-4 jafntefli. Bayern og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Liverpool sýndi hetjulega baráttu án fyrirliða sín Steven Gerrard og var í góðri stöðu í hálfleik, tveimur mörkum yfir. Guus Hiddink, stjóri Chelsea, var fljótur að sjá í hvað stefndi og bætti í sóknina hjá Chelsea strax í fyrri hálfleik. Didier Drogba blómstraði eftir að Nicolas Anelka kom við hlið hans í Chelsea-sóknina og átti þátt í öllum mörkunum. Það voru skoruð tólf mörk í tveimur leikjum liðanna sem er ótrúleg tölfræði enda leikir liðanna í gegnum tíðina þekktir fyrir að vera allt annað en miklir markaleikir. Nú var hinsvegar boðið upp á hágæða skemmtun og þessi leikur fer í hóp þeirra bestu sem hafa verið spilaðir í Meistaradeildinni. Chelsea-Liverpool 4-4 (7-5 samanlagt) 0-1 Fabio Aurelio (19.) 0-2 Xabi Alonso, víti (28.) 1-2 Didier Drogba (51.) 2-2 Alex (57.) 3-2 Frank Lampard (76.) 3-3 Lucas (81.) 3-4 Dirk Kyut (82.) 4-4 Frank Lampard (89.) Leik lokið - Chelsea er komið áfram. Liverpool mætti í sóknarhug og úr varð frábær leikur með átta mörkum. 89. mín 4-4 Frank Lampard skorar frábært mark með skoti í stöngina, stöngina og inn. Chelsea hlýtur að vera búið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en maður veit samt aldrei því þetta er enginn venjulegur leikur. 85. mín - Ryan Babel er kominn inn fyrir Alvaro Arbeloa til að styrkja sókn Liverpool-liðsins. Spennan er mikil. 82. mín - 3-4 Liverpool á aftur von eftir að Dirk Kuyt skallar inn sendingu frá Albert Riera og skorar annað mark liðsins á tveimur mínútum. Liverpool þarf núna bara eitt mark. Þetta er ótrúlegur leikur og þetta er ekki búið enn. 81. mín 3-3 - Lucas jafnar metin fyrir Liverpool með skoti fyrir utan teig sem fer í varnarmann. Markið kom aðeins skömmu eftir að Benitez tók Fernando Torres útaf. 76. mín 3-2 - Frank Lampard kemur Chelsea í 3-2 eftir flotta sendingu frá Didier Drogba. Nú er þetta gulltryggt hjá Chelsea. Liverpool þarf að skora þrjú mörk á þrettán mínútum. 69. mín - Rafael Benitez, stjóri Liverpool, gerir breytingu á liðinu og bætir í sóknina. Hann tekur Javier Mascherano útaf og setur Albert Riera inn. 67. mín - Chelsea fær hættulega skyndisókn en Pepe Reina vel vel frá Michael Ballack. Chelsea-mennirnir Ricardo Carvalho og Ashley Cole hafa báðir fengið gult spjald. Cole er á leiðinni í bann. 65. mín - Liverpool-liðið er ekki hætt og sækir áfram. Stuðningsmenn Chelsea eru að stríða Pepe Reina markverði Livepool og kalla á hann hvort að hann sé John Arne Riise í dulagervi. Mistök Norðmannsins voru Liverpool dýrkeypt á móti Chelsea í Meistaradeildinni í fyrra. 60. mín - Það eru komin átta mörk í tveimur leikjum hjá Chelsea og Liverpool og það er fátt sem minnir á gömlu og hundleiðinlegu dagana þegar liðin gerðu bara markalaus jafntefli. Með jöfnunarmarkinu er ljóst að það verður ekki framlengt. 57. mín 2-2 - Alex skorar stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu og jafnar metin. Chelsea er á leiðinni í undanúrslitin en nú þarf Liverpool að skora tvö mörk. 51. mín 1-2 - Didier Drogba er búinn að minnka muninn þegar hann potar boltanum inn eftir sendingu frá Nicolas Anelka. Markið skrifast á Pepe Reina. Liverpool þarf enn eitt mark til að jafna metin. Drogba er búinn að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð. 47. mín - Liverpool byrjar seinni hálfleik af krafti og Petr Cech er í vandræðum þegar hann missir af fyrirgjöf. Hálfleikur 0-2 - Liverpool hefur átt fyrri hálfleikinn og var nálægt því að bæta við þriðja markinu í lok hans. Liverpool þarf bara eitt mark til viðbótar til þess að slá Chelsea út. Það er púað á leikmenn Chelsea á leiðinni til búningsklefa. 45. mín - Liverpool í stórsókn. Fyrst bjargar Petr Cech frábærlega þegar hann nær að verja skalla frá Dirk Kyut og skömmu síðar bjargar Ashley Cole á marklínu. 41. mín - Yossi Benyoun fær gult spjald fyrir brot á Nicolas Anelka. Anelka hefur lífgað upp á leik Chelsea. Ricardo Carvalho skallar framhjá eftir aukaspyrnuna. 35. mín- Nicolas Anelka kemur inn á fyrir Salomon Kalou. Guus Hiddink ætlar að bæta við öðrum sóknarmanni við hlið Didier Drogba. 31. mín - Branislav Ivanovic vill fá vítaspyrnu eftir samskipti sín við Jamie Carragher. Nicolas Anelka er að gera sig líklegan til að koma inn á hjá Chelsea. 28. mín 0-2 - Xabi Alonso kemur Liverpool í 2-0 með marki úr vítaspyrnu. Xabi fékk vítið sjálfur eftir að Branislav Ivanovic togaði hann niður í teignum. Liverpool þarf bara eitt mark í viðbót. Ivanovic fær í kjölfarið gult spjald. 23. mín. - Liverpool er búið að vera miklu meira með boltann á fyrstu 23 mínútum leiksins og leikmenn liðsins eru miklu ákveðnari en leikmenn Chelsea. 19. mín 0-1 - Fabio Aurelio er búinn að skora fyrsta mark leiksins. Hann skorar með lúmsku skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Petr Cech sofnaði á verðinu. Liverpool þarf samt að skora tvö mörk til viðbótar. 13. mín - Fernando Torres fær frábært færi en skýtur boltanum yfir markið. Þarna fór Spánverjinn illa með dauðafæri en mark svo snemma hefði galopnað leikinn. Skömmu síðar á Michael Ballack gott skot úr aukapyrnu sem fer rétt framhjá. Guus Hiddink gerði tvær breytingar á liði Chelsea sem vann Bolton 4-3 um síðustu helgi. Alex kemur inn fyrir John Terry og Michael Essien tekur stöðu Jon Mikel Obi. Liverpool leikur án Steven Gerrard og þá eru þeir Daniel Agger og Emiliano Insua ekki með en í staðin spila þeir Lucas, Martin Skrtel og Fabio Aurelio. Chelsea: Cech, Ivanovic, Alex, Carvalho, A Cole, Essien, Ballack, Lampard, Kalou, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Mikel, Deco, Belletti, Anelka, Mancienne. Liverpool: Reina, Aurelio, Arbeloa, Skrtel, Carragher, Kuyt, Lucas, Alonso, Mascherano, Benayoun, Torres.Varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Agger, Riera, Babel, N'Gog. Bayern Munchen-Barcelona 1-1 (1-5 samanlagt) 1-0 Frank Ribery (47.) 1-1 Seydou Keita (73.) Leik lokið - Barcelona er komið áfram eftir jafntefli í Þýskalandi. 73. mín 1-1 Seydou Keita jafnar metin fyrir Barcelona. Markið kemur eftir flotta sókn og sendingu frá Xavi. 70. mín - Samuel Eto´o fær gott færi en Lucio rennir sér fyrir hann og bjargar. Barcelona er líklegra. 62. mín - Lionel Messi sleppur í gegn er dæmdur rangstæður. Þetta var vitlaus dómur. 47. mín 1-0 - Frank Ribery er búinn að koma Bayern yfir en vonin um að jafna metin frá því í fyrri leiknum er ennþá veik. Ribery fékk stungusendingu frá Ze Roberto. Hálfleikur - 0-0 Bayern hefur átt fleiri færi og nú síðast átti Marc van Bommel stungusendingu á Luca Toni sem náði ekki að hitta markið úr þröngu færi. Það er hart tekist á í leiknum og Marc van Bommel slapp sem dæmi annan leikinn í röð með að slá niður Lionel Messi. 42. mín. - Spjöldin hrannast upp í Munchen. Nú síðast fékk Martin Demichelis spjald fyrir að brjóta á Samuel Eto´o. 39. mín. - Lucio fær gula spjaldið hjá Bayern fyrir að mótmæla dómi. 25. mín - Frank Ribery fiskar annað gult spjald nú á Carles Puyol, fyrirliða Barcelona. 18. mín - Dani Alves fær gult spjald fyrir að brjóta á Frank Ribery. 7. mín - Luca Toni fær fyrsta færi leiksins en tekst ekki að hitta boltann af markteig. Jurgen Klinsmann gerir fjórar breytingar á liði Bayern frá því í tapinu í fyrsta leiknum. Phillip Lahm, Lucio, Jose Ernesto Sosa og Andreas Ottl koma inn í liðið í staðinn fyrir Breno, Massimo Oddo, Bastian Schweinsteiger og Hamit Altintop. Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum og Thierry Henry getur ekki leikið vegna veikinda. Seydou Keita tekur stöðu Henry og Eric Abidal kemur inn fyrir Rafael Marquez sem er í banni. Bayern Munchen: Butt, Lell, Lucio, Demichelis, Lahm, Sosa, Van Bommel, Ottl, Ze Roberto, Ribery, Toni.Varamenn: Rensing, Van Buyten, Altintop, Borowski, Badstuber, Breno. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Puyol, Pique, Abidal, Xavi, Toure Yaya, Keita, Messi, Eto'o, Iniesta.Varamenn: Pinto, Caceres, Gudjohnsen, Henry, Sylvinho, Hleb, Busquets. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrulegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira
Chelsea og Barcelona tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir jafntefli í leikjum sínum. Bæði höfðu gott forskot út fyrri leiknum. Chelsea lenti 0-2 undir á heimavelli á móti Liverpool en svaraði með þremur mörkum í röð. Liverpool komst aftur yfir en Frank Lampard skoraði áttunda og síðasta mark leiksins og tryggði Chelsea 4-4 jafntefli. Bayern og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Liverpool sýndi hetjulega baráttu án fyrirliða sín Steven Gerrard og var í góðri stöðu í hálfleik, tveimur mörkum yfir. Guus Hiddink, stjóri Chelsea, var fljótur að sjá í hvað stefndi og bætti í sóknina hjá Chelsea strax í fyrri hálfleik. Didier Drogba blómstraði eftir að Nicolas Anelka kom við hlið hans í Chelsea-sóknina og átti þátt í öllum mörkunum. Það voru skoruð tólf mörk í tveimur leikjum liðanna sem er ótrúleg tölfræði enda leikir liðanna í gegnum tíðina þekktir fyrir að vera allt annað en miklir markaleikir. Nú var hinsvegar boðið upp á hágæða skemmtun og þessi leikur fer í hóp þeirra bestu sem hafa verið spilaðir í Meistaradeildinni. Chelsea-Liverpool 4-4 (7-5 samanlagt) 0-1 Fabio Aurelio (19.) 0-2 Xabi Alonso, víti (28.) 1-2 Didier Drogba (51.) 2-2 Alex (57.) 3-2 Frank Lampard (76.) 3-3 Lucas (81.) 3-4 Dirk Kyut (82.) 4-4 Frank Lampard (89.) Leik lokið - Chelsea er komið áfram. Liverpool mætti í sóknarhug og úr varð frábær leikur með átta mörkum. 89. mín 4-4 Frank Lampard skorar frábært mark með skoti í stöngina, stöngina og inn. Chelsea hlýtur að vera búið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en maður veit samt aldrei því þetta er enginn venjulegur leikur. 85. mín - Ryan Babel er kominn inn fyrir Alvaro Arbeloa til að styrkja sókn Liverpool-liðsins. Spennan er mikil. 82. mín - 3-4 Liverpool á aftur von eftir að Dirk Kuyt skallar inn sendingu frá Albert Riera og skorar annað mark liðsins á tveimur mínútum. Liverpool þarf núna bara eitt mark. Þetta er ótrúlegur leikur og þetta er ekki búið enn. 81. mín 3-3 - Lucas jafnar metin fyrir Liverpool með skoti fyrir utan teig sem fer í varnarmann. Markið kom aðeins skömmu eftir að Benitez tók Fernando Torres útaf. 76. mín 3-2 - Frank Lampard kemur Chelsea í 3-2 eftir flotta sendingu frá Didier Drogba. Nú er þetta gulltryggt hjá Chelsea. Liverpool þarf að skora þrjú mörk á þrettán mínútum. 69. mín - Rafael Benitez, stjóri Liverpool, gerir breytingu á liðinu og bætir í sóknina. Hann tekur Javier Mascherano útaf og setur Albert Riera inn. 67. mín - Chelsea fær hættulega skyndisókn en Pepe Reina vel vel frá Michael Ballack. Chelsea-mennirnir Ricardo Carvalho og Ashley Cole hafa báðir fengið gult spjald. Cole er á leiðinni í bann. 65. mín - Liverpool-liðið er ekki hætt og sækir áfram. Stuðningsmenn Chelsea eru að stríða Pepe Reina markverði Livepool og kalla á hann hvort að hann sé John Arne Riise í dulagervi. Mistök Norðmannsins voru Liverpool dýrkeypt á móti Chelsea í Meistaradeildinni í fyrra. 60. mín - Það eru komin átta mörk í tveimur leikjum hjá Chelsea og Liverpool og það er fátt sem minnir á gömlu og hundleiðinlegu dagana þegar liðin gerðu bara markalaus jafntefli. Með jöfnunarmarkinu er ljóst að það verður ekki framlengt. 57. mín 2-2 - Alex skorar stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu og jafnar metin. Chelsea er á leiðinni í undanúrslitin en nú þarf Liverpool að skora tvö mörk. 51. mín 1-2 - Didier Drogba er búinn að minnka muninn þegar hann potar boltanum inn eftir sendingu frá Nicolas Anelka. Markið skrifast á Pepe Reina. Liverpool þarf enn eitt mark til að jafna metin. Drogba er búinn að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð. 47. mín - Liverpool byrjar seinni hálfleik af krafti og Petr Cech er í vandræðum þegar hann missir af fyrirgjöf. Hálfleikur 0-2 - Liverpool hefur átt fyrri hálfleikinn og var nálægt því að bæta við þriðja markinu í lok hans. Liverpool þarf bara eitt mark til viðbótar til þess að slá Chelsea út. Það er púað á leikmenn Chelsea á leiðinni til búningsklefa. 45. mín - Liverpool í stórsókn. Fyrst bjargar Petr Cech frábærlega þegar hann nær að verja skalla frá Dirk Kyut og skömmu síðar bjargar Ashley Cole á marklínu. 41. mín - Yossi Benyoun fær gult spjald fyrir brot á Nicolas Anelka. Anelka hefur lífgað upp á leik Chelsea. Ricardo Carvalho skallar framhjá eftir aukaspyrnuna. 35. mín- Nicolas Anelka kemur inn á fyrir Salomon Kalou. Guus Hiddink ætlar að bæta við öðrum sóknarmanni við hlið Didier Drogba. 31. mín - Branislav Ivanovic vill fá vítaspyrnu eftir samskipti sín við Jamie Carragher. Nicolas Anelka er að gera sig líklegan til að koma inn á hjá Chelsea. 28. mín 0-2 - Xabi Alonso kemur Liverpool í 2-0 með marki úr vítaspyrnu. Xabi fékk vítið sjálfur eftir að Branislav Ivanovic togaði hann niður í teignum. Liverpool þarf bara eitt mark í viðbót. Ivanovic fær í kjölfarið gult spjald. 23. mín. - Liverpool er búið að vera miklu meira með boltann á fyrstu 23 mínútum leiksins og leikmenn liðsins eru miklu ákveðnari en leikmenn Chelsea. 19. mín 0-1 - Fabio Aurelio er búinn að skora fyrsta mark leiksins. Hann skorar með lúmsku skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Petr Cech sofnaði á verðinu. Liverpool þarf samt að skora tvö mörk til viðbótar. 13. mín - Fernando Torres fær frábært færi en skýtur boltanum yfir markið. Þarna fór Spánverjinn illa með dauðafæri en mark svo snemma hefði galopnað leikinn. Skömmu síðar á Michael Ballack gott skot úr aukapyrnu sem fer rétt framhjá. Guus Hiddink gerði tvær breytingar á liði Chelsea sem vann Bolton 4-3 um síðustu helgi. Alex kemur inn fyrir John Terry og Michael Essien tekur stöðu Jon Mikel Obi. Liverpool leikur án Steven Gerrard og þá eru þeir Daniel Agger og Emiliano Insua ekki með en í staðin spila þeir Lucas, Martin Skrtel og Fabio Aurelio. Chelsea: Cech, Ivanovic, Alex, Carvalho, A Cole, Essien, Ballack, Lampard, Kalou, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Mikel, Deco, Belletti, Anelka, Mancienne. Liverpool: Reina, Aurelio, Arbeloa, Skrtel, Carragher, Kuyt, Lucas, Alonso, Mascherano, Benayoun, Torres.Varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Agger, Riera, Babel, N'Gog. Bayern Munchen-Barcelona 1-1 (1-5 samanlagt) 1-0 Frank Ribery (47.) 1-1 Seydou Keita (73.) Leik lokið - Barcelona er komið áfram eftir jafntefli í Þýskalandi. 73. mín 1-1 Seydou Keita jafnar metin fyrir Barcelona. Markið kemur eftir flotta sókn og sendingu frá Xavi. 70. mín - Samuel Eto´o fær gott færi en Lucio rennir sér fyrir hann og bjargar. Barcelona er líklegra. 62. mín - Lionel Messi sleppur í gegn er dæmdur rangstæður. Þetta var vitlaus dómur. 47. mín 1-0 - Frank Ribery er búinn að koma Bayern yfir en vonin um að jafna metin frá því í fyrri leiknum er ennþá veik. Ribery fékk stungusendingu frá Ze Roberto. Hálfleikur - 0-0 Bayern hefur átt fleiri færi og nú síðast átti Marc van Bommel stungusendingu á Luca Toni sem náði ekki að hitta markið úr þröngu færi. Það er hart tekist á í leiknum og Marc van Bommel slapp sem dæmi annan leikinn í röð með að slá niður Lionel Messi. 42. mín. - Spjöldin hrannast upp í Munchen. Nú síðast fékk Martin Demichelis spjald fyrir að brjóta á Samuel Eto´o. 39. mín. - Lucio fær gula spjaldið hjá Bayern fyrir að mótmæla dómi. 25. mín - Frank Ribery fiskar annað gult spjald nú á Carles Puyol, fyrirliða Barcelona. 18. mín - Dani Alves fær gult spjald fyrir að brjóta á Frank Ribery. 7. mín - Luca Toni fær fyrsta færi leiksins en tekst ekki að hitta boltann af markteig. Jurgen Klinsmann gerir fjórar breytingar á liði Bayern frá því í tapinu í fyrsta leiknum. Phillip Lahm, Lucio, Jose Ernesto Sosa og Andreas Ottl koma inn í liðið í staðinn fyrir Breno, Massimo Oddo, Bastian Schweinsteiger og Hamit Altintop. Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum og Thierry Henry getur ekki leikið vegna veikinda. Seydou Keita tekur stöðu Henry og Eric Abidal kemur inn fyrir Rafael Marquez sem er í banni. Bayern Munchen: Butt, Lell, Lucio, Demichelis, Lahm, Sosa, Van Bommel, Ottl, Ze Roberto, Ribery, Toni.Varamenn: Rensing, Van Buyten, Altintop, Borowski, Badstuber, Breno. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Puyol, Pique, Abidal, Xavi, Toure Yaya, Keita, Messi, Eto'o, Iniesta.Varamenn: Pinto, Caceres, Gudjohnsen, Henry, Sylvinho, Hleb, Busquets.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrulegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira