Brann og Strömsgodset gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Ólafur Örn Bjarnason lék allan leikinn fyrir Brann en Kristján Örn Sigurðsson tók út leikbann.
Gylfi Einarsson sat á varamannabekknum allan leikinn án þess að koma við sögu.
Brann hefur hlotið fjögur stig eftir þrjá leiki líkt og Strömsgodset.