Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram 16. desember 2008 18:39 Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. Síðan að Kastljósið birti upptöku af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns, hafa margir sent frá yfirlýsingu þess efnis að þeir teljist ekki til stóru aðilanna sem Reynir nefndi í samtalinu. Hreinn Loftsson, eigandi DV, Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum eigandi DV, Nýi Landsbankinn og Björgólfur Guðmundsson, sem var títt nefndur í samtali Reynis og Jóns Bjarka, hafa allir svarið það af sér að hafa haft afskipti af ritstjórn DV. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Sigurjóni Árnasyni í dag í síma og í húsi Landsbankans við Pósthússtræti - án árangurs. Í dag funduðu blaðamenn DV fyrst um málið án ritstjóranna en síðar með ritstjórum. Blaðmenn vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Ekki eru allir blaðamenn DV þó sáttir við framgöngu Reynis og til marks um það sagði einn þeirra, Valur Grettisson, upp störfum í dag. Hann sagði í samtali við fréttastofu ekki geta starfað á fjölmiðli þar sem ritstjórinn lýgur og ritskoðar. Stjórn Birtings, útgáfufélag DV, fundaði einnig í dag og samkvæmt heimildum fréttastofu var tekin ákvörðun um að ekki yrði krafist uppsagnar Reynis. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Reyni eftir hádegi í dag, án árangurs. Fyrir hádegi veitti hann fréttastofu símaviðtal þar sem hann sagði ljóst að trúverðugleiki blaðsins hafi beðið hnekki. Ekki náðist í Hrein Loftsson, eiganda DV, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27 Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. 15. desember 2008 22:50 Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. Síðan að Kastljósið birti upptöku af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns, hafa margir sent frá yfirlýsingu þess efnis að þeir teljist ekki til stóru aðilanna sem Reynir nefndi í samtalinu. Hreinn Loftsson, eigandi DV, Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum eigandi DV, Nýi Landsbankinn og Björgólfur Guðmundsson, sem var títt nefndur í samtali Reynis og Jóns Bjarka, hafa allir svarið það af sér að hafa haft afskipti af ritstjórn DV. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Sigurjóni Árnasyni í dag í síma og í húsi Landsbankans við Pósthússtræti - án árangurs. Í dag funduðu blaðamenn DV fyrst um málið án ritstjóranna en síðar með ritstjórum. Blaðmenn vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Ekki eru allir blaðamenn DV þó sáttir við framgöngu Reynis og til marks um það sagði einn þeirra, Valur Grettisson, upp störfum í dag. Hann sagði í samtali við fréttastofu ekki geta starfað á fjölmiðli þar sem ritstjórinn lýgur og ritskoðar. Stjórn Birtings, útgáfufélag DV, fundaði einnig í dag og samkvæmt heimildum fréttastofu var tekin ákvörðun um að ekki yrði krafist uppsagnar Reynis. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Reyni eftir hádegi í dag, án árangurs. Fyrir hádegi veitti hann fréttastofu símaviðtal þar sem hann sagði ljóst að trúverðugleiki blaðsins hafi beðið hnekki. Ekki náðist í Hrein Loftsson, eiganda DV, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27 Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. 15. desember 2008 22:50 Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27
Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. 15. desember 2008 22:50
Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37
Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33
Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08
Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42