United náði efsta sætinu þrátt fyrir jafntefli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 21:38 Carlos Tevez fékk fjölda tækifæri til að skora í kvöld en hér á hann í baráttu við Kasper Risgard, leikmann Álaborgar. Nordic Photos / Getty Images Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira