Innlent

Óveður víða um land

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. MYND/Þorgils

Allt innanlandsflug liggur niðri vegna óveðurs og hundruð farþega bíða á flugvöllum um land allt. Þá er búið að loka Hellisheiðinni vegna veðurs og hafa nokkrir bílar fokið út veginum í morgun.

Innanlandsflugi um allt land hefur verið frestað vegna veðurs og er hífandi rok á Reykjavíkurflugvelli, Akureyri, Ísafirði og á Egilsstöðum. Fleiri hundruð farþegar á flugvöllum um allt land bíða eftir að komast í flug. Athugað verður með flug í fyrsta lagi milli tvö og þrjú síðdegis. Allt millilandaflug er á áætlun í dag.

Þá er er búið að loka Hellisheiðinni vegna veðurs og þar er flughálka. Þar eru snarpar vindkviður að sögn Veðurstofunnar eða 26 metrar á sekúndu. Nokkrir bílar hafa fokið út af að sögn lögreglunnar á Selfossi en enginn er þó alvarlega slasaður. Vegagerðin varar sérstaklega við flughálku um allt land þar sem hlýnað hefur í veðri undanfarinn sólarhring. Veðrið á að haldast óbreytt í dag en það lægir undir kvöld og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×