Mikill vilji til að taka á móti flóttamönnum 14. maí 2008 15:47 Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess. Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess.
Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05
Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32