Erlent

Skotbardagi á tónleikum í Kaupmannahöfn

Til skotbardaga kom á pakistönskum tónleikum í seint í gærkvöldi og eru þrír menn nú í haldi lögreglunnar í Valby, einu úthverfa Kaupmannahafnar.

Tónleikarnir voru haldnir í menntaskóla í Valby og voru fleiri hundruð manns mættir til að hlýða á þá. Að sögn lögreglunnar kom til átaka milli tveggja hópa á tónleikunum sem enduðu með því að fjórum skotum var hleypt af.

Einn þeirra handteknu var með byssu í fórum sínum og verða þremenningarnir ákærðir fyrir morðárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×