Íslenski boltinn

Myndasyrpa: Innköstin hennar Ástu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásta Árnadóttir kom vel flestum áhorfendum á Laugardalsvellinum í gær í opna skjöldu er hún tók svokölluð flikk-flakk innköst með miklum glæsibrag.

Pjetur Sigurðsson ljósmyndari var á vellinum í dag og myndaði eitt innkastið. Afraksturinn má sjá í myndaalbúminu hér að neðan.

Ásta, sem æfði fimleika áður fyrr, sagði í samtali við Vísi að hún hefði svo sem alltaf kunnað að taka svona innköst en ekki mikið notað þau.

„Ég hef nú ekkert gert þetta með Val í sumar nema þegar ég prófaði þetta einu sinni gegn Breiðabliki. Það fór alveg ágætlega," sagði Ásta. „Ég hins vegar gert þetta í undanförnum landsleikjum sem hafa allir verið á útivelli. Siggi Raggi (landsliðsþjálfari) hefur eindregið hvatt mig til að taka svona innköst á síðasta þriðjungi vallarins."

Ásta kastar langt inn á teig þegar vel tekst til og því um fast leikatriði að ræða eins og í auka- eða hornspyrnum. Það skilaði að vísu ekki marki í gær en Ásta sagði að það væri bara tímaspursmál.

„Þetta gaf af sér mark gegn Finnum á Algarve-Cup mótinu í Portúgal," sagði Ásta.

Þegar hún kvaddi svo áhorfendur er hún var tekin af velli í gær gerði hún það með handahlaupi og heljarstökki, mönnum til mikillar gleði.

„Mér tókst að detta á rassinn í síðasta innkastinu og vildi ég bæta fyrir það. Það var líka svo góð stemmning á vellinum."
Pjetur Sigurðsson
Pjetur Sigurðsson
Pjetur Sigurðsson
Pjetur Sigurðsson
Pjetur Sigurðsson
Pjetur Sigurðsson
Pjetur Sigurðsson
Pjetur Sigurðsson
Pjetur Sigurðsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×