Kviðdómur Díönurannsóknar íhugar niðurstöðu 2. apríl 2008 12:07 Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur dregið sig í hlé til að íhuga úrskurð sinn. Síðustu tvo daga hefur Scott Baker lávarður og dánardómstjóri dregið saman helstu sönnunargögn áður en hann sendi kviðdóminn úr dómsalnum. Sex konur og fimm menn kviðdómsins hafa eytt næstum sex mánuðum í að hlusta á vitnisburð 250 vitna í átta mismunandi löndum. Auk þess hafa þau skoðað sönnunargögn málsins. Starf kviðdómendanna er að ákveða hvaða vitnisburði þau geti treyst og hvaða vitnisburði þurfi að taka með varúð. Það getur verið yfirþyrmandi en dánardómstjórinn sagði; „Að sjálfsögðu þurfið þið að íhuga smáatriði, en það kemur að því að það verður nauðsynlegt að stíga skref afturábak til að sjá hvort myndin er skýr og fá yfirsýn." Að lokum þurfa þau að komast að niðurstöðu um hvernig Díana og Dodi létust í Alma göngunum í París fyrir rúmum áratug. Niðurstaða þeirra mun að öllum líkindum verða skráð í sögubækur. Kviðdómurinn mun íhuga fimm mögulega úrskurði: - Manndráp af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri ljósmyndara sem eltu Mercedes bifreið Díönu. - Manndráp af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri Henri Paul sem ók Mercedes bílnum. - Manndráp af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri ljósmyndara og Henri Paul. Þetta jafngildir morði af yfirlögðu ráði og kviðdómnum var sagt að hann yrði að vera viss í sinni sök. - Slys. Þetta gæti orðið niðurstaðan ef kviðdómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ökulagið hafi verið slæmt, en ekki nógu slæmt til að vera flokkað sem stórkostleg vanræksla. - Opinn úrskurður. Ef kviðdómur er á einu máli um að ekki séu nægileg sönnunargögn til að styðja einhvern framangreindra úrskurða. Dánardómstjórinn sagði að kviðdómurinn ætti ekki að skila opnum úrskurði ef þau geti einfaldlega ekki verið sammála, eða sem merki um vanþóknun. Kviðdómendum hefur verið afhent rannsóknarréttarform sem er opinbert skjal og þeim ber að rita úrskurðinn á. Þeim er einnig ætlað að bæta við skýringum sem styðja úrskurðinn. Þar er átt við þætti sem þeir telja að hafi vegið þungt í harmleiknum eins og mikill hraði, áfengisneysla og að farþegar hafi ekki verið í sætisbelti. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur dregið sig í hlé til að íhuga úrskurð sinn. Síðustu tvo daga hefur Scott Baker lávarður og dánardómstjóri dregið saman helstu sönnunargögn áður en hann sendi kviðdóminn úr dómsalnum. Sex konur og fimm menn kviðdómsins hafa eytt næstum sex mánuðum í að hlusta á vitnisburð 250 vitna í átta mismunandi löndum. Auk þess hafa þau skoðað sönnunargögn málsins. Starf kviðdómendanna er að ákveða hvaða vitnisburði þau geti treyst og hvaða vitnisburði þurfi að taka með varúð. Það getur verið yfirþyrmandi en dánardómstjórinn sagði; „Að sjálfsögðu þurfið þið að íhuga smáatriði, en það kemur að því að það verður nauðsynlegt að stíga skref afturábak til að sjá hvort myndin er skýr og fá yfirsýn." Að lokum þurfa þau að komast að niðurstöðu um hvernig Díana og Dodi létust í Alma göngunum í París fyrir rúmum áratug. Niðurstaða þeirra mun að öllum líkindum verða skráð í sögubækur. Kviðdómurinn mun íhuga fimm mögulega úrskurði: - Manndráp af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri ljósmyndara sem eltu Mercedes bifreið Díönu. - Manndráp af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri Henri Paul sem ók Mercedes bílnum. - Manndráp af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri ljósmyndara og Henri Paul. Þetta jafngildir morði af yfirlögðu ráði og kviðdómnum var sagt að hann yrði að vera viss í sinni sök. - Slys. Þetta gæti orðið niðurstaðan ef kviðdómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ökulagið hafi verið slæmt, en ekki nógu slæmt til að vera flokkað sem stórkostleg vanræksla. - Opinn úrskurður. Ef kviðdómur er á einu máli um að ekki séu nægileg sönnunargögn til að styðja einhvern framangreindra úrskurða. Dánardómstjórinn sagði að kviðdómurinn ætti ekki að skila opnum úrskurði ef þau geti einfaldlega ekki verið sammála, eða sem merki um vanþóknun. Kviðdómendum hefur verið afhent rannsóknarréttarform sem er opinbert skjal og þeim ber að rita úrskurðinn á. Þeim er einnig ætlað að bæta við skýringum sem styðja úrskurðinn. Þar er átt við þætti sem þeir telja að hafi vegið þungt í harmleiknum eins og mikill hraði, áfengisneysla og að farþegar hafi ekki verið í sætisbelti.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira