Vörubílstjórar hitta þingmenn við Austurvöll 1. apríl 2008 16:35 „Við vorum að tala við hann Grétar Mar þingmann. Hann sagði okkur bara að halda áfram og berjast þar til eitthvað verður gert," segir Páll Pálsson vörubílstjóri sem staddur er niður á Austurvelli en þar mótmæla jeppaeigendur og vörubílstjórar nú. Hópurinn safnaðist í Klettagörðum fyrr í dag og segir Páll að um 200-300 bílar séu í röðinni sem nær að Alþingishúsinu. 6 jeppar eru fyrir utan Alþingi og afhenti forsprakki hópsins Sturla Jónsson nafna sínum Böðvarssyni forseta Alþingis undirskriftarlista um lækkun eldsneytisálaga fyrir stundu. Nokkrir þingmenn hafa gefið sig á tal við hópinn. Páll segir hópinn hafa farið niður eftir í fylgd lögreglu og hann ítrekar að það verði ekkert stoppað fyrr en eitthvað verður gert. Jeppaeigandi og eldsneytisgreiðandi hafði samband við Vísi og var hann staddur í röðinni. Hann segir lögreglu hafa beðið hann um að færa sig svo Strætó kæmist framhjá. Hann sagði nú lítið varið í þetta ef engar raskanir yrðuá samgöngum. Þá var honum hótað handtöku og færði bílinn í kjölfarið. „Ég er samt ennþá í röðinni og ætla hvergi. Það er kominn tími til þess að eini strútagarður á Íslandi, Alþingi, taki hausinn upp úr sandinum og geri það sem kjósendur biðja um," sagði jeppaeigandinn ósáttur. Frést hefur af mótmælu víða um land og segist Páll hafa heyrt af mótmælum á Akureyri, Egilsstöðum og á Hornafirði. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
„Við vorum að tala við hann Grétar Mar þingmann. Hann sagði okkur bara að halda áfram og berjast þar til eitthvað verður gert," segir Páll Pálsson vörubílstjóri sem staddur er niður á Austurvelli en þar mótmæla jeppaeigendur og vörubílstjórar nú. Hópurinn safnaðist í Klettagörðum fyrr í dag og segir Páll að um 200-300 bílar séu í röðinni sem nær að Alþingishúsinu. 6 jeppar eru fyrir utan Alþingi og afhenti forsprakki hópsins Sturla Jónsson nafna sínum Böðvarssyni forseta Alþingis undirskriftarlista um lækkun eldsneytisálaga fyrir stundu. Nokkrir þingmenn hafa gefið sig á tal við hópinn. Páll segir hópinn hafa farið niður eftir í fylgd lögreglu og hann ítrekar að það verði ekkert stoppað fyrr en eitthvað verður gert. Jeppaeigandi og eldsneytisgreiðandi hafði samband við Vísi og var hann staddur í röðinni. Hann segir lögreglu hafa beðið hann um að færa sig svo Strætó kæmist framhjá. Hann sagði nú lítið varið í þetta ef engar raskanir yrðuá samgöngum. Þá var honum hótað handtöku og færði bílinn í kjölfarið. „Ég er samt ennþá í röðinni og ætla hvergi. Það er kominn tími til þess að eini strútagarður á Íslandi, Alþingi, taki hausinn upp úr sandinum og geri það sem kjósendur biðja um," sagði jeppaeigandinn ósáttur. Frést hefur af mótmælu víða um land og segist Páll hafa heyrt af mótmælum á Akureyri, Egilsstöðum og á Hornafirði.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira