Innlent

Ekki er grunur um pólskt glæpagengi í Röstinni

Röstin stendur við Hrannargötu 5 í Reykjanesbæ.
Röstin stendur við Hrannargötu 5 í Reykjanesbæ.

Pólverjinn sem handtekinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi býr ásamt samlöndum sínum í húsi sem heitir Röstin. Húsið er í eigu Víkurrastar ehf en þar eru leigð út herbergi. Ákveðið verður seinni partinn í dag hvort maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald en handtakan tengist hrottalegri árás í Keilufelli um helgina.

Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því á mánudag að grunur væri að pólskt glæpagengi væri búsett í Reykjanesbæ. Samkvæmt heimildum Vísis búa nokkrir Pólverjar í Röstinni sem stendur við Hrannargötu í bænum. Einungis þrír íslendingar eru eftir í húsinu en Pólverjarnir sem þar eru búsettir vinna hjá verktakafyrirtæki á Suðurnesjum eftir því sem Vísir kemst næst.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum hefur ekki verið uppi grunur um að glæpagengi sé búsett í Röstinni en verið er að skoða málið. Lögreglan hafði áður handtekið fjóra vegna málsins en þeir eru allir búsettir á Suðurnesjum. Ekki er vitað um tengsl þeirra manna við Röstina en yfir 800 Pólverjar búa á Suðurnesjum.

Lögreglan leitar nú að einum manni til viðbótar við þá fjóra sem þegar eru í haldi. Sá heitir Tomasz Krzysztof Jagiela og er fæddur árið 1980. Rannsókn er í fullum gangi að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en talið er að árásarmennirnir í Keilufelli hafi verið á bilinu 10-12.

Þeir réðust inn í hús við Keilufell á skírdag vopnaðir kylfum, öxi, slaghömrum og járnröri. Í húsinu voru sjö pólskir karlmenn sem leigja húsið saman. Nágrannarnir náðu að hringja á lögreglu og gáfu henni upp bílnúmerið á öðrum bílnum sem árásarmennirnir voru á. Þeir voru síðar handteknir á Reykjanesbraut.


Tengdar fréttir

Ekkert þokast í rannsókn á Keilufellsárás

Ekkert hefur þokast í rannsókn lögreglu á árás á sjö karlmenn í Keilufelli á laugardag. Fjórir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en yfirheyrslur yfir þeim hafa engan árangur borið.

Lögreglan leitar Pólverja vegna Keilufellsárásar

Lögreglan lýsir eftir Tomasz Krzysztof Jagiela. Tomasz er Pólverji, fæddur 1980. Hann er eftirlýstur grunaður um aðild að alvarlegri líkamsárás í Keilufelli 35, 22. mars síðastliðinn.

Alvarlega særður eftir árás í Keilufelli

Einn maður liggur alvarlega slasaður, brotinn og með samfallið lunga, eftir fólskulega líkamsárás síðdegis í gær. Lögregla leitar enn allt að átta pólskra karlmanna sem ruddust ásamt fjórum öðrum inn í hús í Keilufelli vopnaðir öxum og bareflum.

Einn til viðbótar handtekinn í Keilufellsmálinu

Einn maður til viðbótar hefur verið handtekinn í Keilufellsmálinu svokallaða þegar hópur Pólverja réðst að samlöndum sínum í húsi í Keilufelli á skírdag. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn í Röstinni í Reykjanesbæ og naut aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra við handtökuna.

Árásarmennirnir ófundnir

Lögreglan leitar enn að sex til átta manns sem grunaðir eru um að hafa brotist inn á heimili í Keilufelli í gær og ráðist með kylfum á sjö karlmenn sem þar bjuggu. Rannsóknin beinist meðal annars að því að fá staðfestan framburð fórnarlambanna um að um pólskt glæpagengi hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×