Innlent

Börn læri að segja NEI

Framkvæmdastjóri samtakanna Blátta áfram segir að börn geti komið í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með því að læra segja NEI. Fjölskylduskemmtun var haldin í Vetrargarðinum í Smáralindinni til styrktar samtökunum í dag.

Hljómsveitirnar Nælon og Brainpolice sungu fyrir gesti síðdegis í dag og voru þar allskyns uppákomur og skemmtiatriði. Samtökin Blátt áfram ætla að fara af stað með auglýsingaherferð á næstunni sem kallast verndarar barna og rennur allur ágóði skemmtunarinnar til samtakanna.

Sigríður Björnsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna brýndi fyrir börnum og foreldrum í Vetrargarðinum í dag að hægt væri að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með því að kenna börnum að segja nei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×