Innlent

Bílvelta á Vesturlandsvegi

Bíll velti á Vesturlandsvegi við Fitjar, fyrir ofan Mosfellsveit, á sjöunda tímanum í kvöld. Sjúkrabíll og lögregla voru kvödd á staðinn en að sögn sjúkraflutningamanna komst fólkið út úr bílnum aðstoðarlaust og ekki er vitað um alvarleg meiðsl á þeim.

Að sögn lögreglunnar leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×