Innlent

Enn lýst eftir vitnum að banaslysi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir vitnum að banaslysi sem varð á Kringlumýrabraut á tíunda tímanum í gærkvöldi. Karlmaður fæddur árið 1984 sem ók vélhjóli sínu rétt sunnan við Listabraut, skammt frá Kringlunni, lést í slysinu. Að sögn lögreglu hafa nokkur vitni þegar gefið sig fram en tildrög slyssins eru enn óljós. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á hjólinu og lent á steinkanti. Hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir að hann var fluttur á slysadeild. Lögreglan biður vitni að slysinu að hafa samband í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×