Innlent

Tvö minniháttar fíkniefnamál á Akureyri í nótt

Tvö minniháttar fíkniefnamál komu inn á borð lögreglunnar á Akureyri í nótt.

Rétt eftir miðnætti var karlmaður á þrítugsaldri tekinn með hass til neyslu. Maðurinn var farþegi í bíl þegar lögreglan fann efnið í fórum hans. Hann var yfirheyrður og sleppt að því loknu.

Þá var annar karlmaður á tvítugsaldri staðinn að fíkniefnaneyslu inn á skemmtistað bæjarins. Kallað var á lögreglu og tekin var stutt skýrsla á vettvangi. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×