Innlent

Passíusálmarnir lesnir og sungnir

Hinn árlegi lestur Passíusálmanna fór fram í Hallgrímskirkju í dag í tilefni af föstudeginum langa.

Í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar er píslargöngu Krists lýst. Sú hefð hefur skapast í Hallgrímskirkju og víðar að lesa sálmana upp á Föstudaginn langa. Lestur þeirra hófst um klukkan eitt í dag en um 6 klukkustundir tók að lesa sálmana sem eru 50 talsins.

Að þessu sinni voru það félagar úr Mótettukórnum undir stjórn Harðar Áskelssonar sem ýmist lásu eða sungu sálmana en sumir voru einnig sungnir af kór og söfnuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×