Innlent

Jóga og bingó í blíðviðrinu á Austurvelli

Bingóspilarar og jógaiðkendur komu saman á Austurvelli í blíðskaparveðri í dag. Bingóspilararnir voru frá Vantrú, félagi trúleysingja, en með uppákomunni voru þeir að brýna fyrir fólki að engin ástæða sé til að láta sér leiðast á föstudaginn langa þrátt fyrir að helgidagalöggjöf banni bingó og aðrar skemmtanir á þessum degi.

Annars staðar á vellinum komu jógaiðkendur saman til þess að minna á ástandið í Tíbet þessa dagana. Þar sátu menn í jógastellingum og stunduðu innhverfa íhugun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×