Innlent

Viðrar vel til skíðaferða

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum. Mynd/ SG.

Gott veður er nú um allt land til skíðaiðkunar. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan 10 til klukkan sex. Hiti er í kringum frostmark og vindur hægur.

Í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar var opnað klukkan níu í morgun og verður opið þar til klukkan fimm. Þar er veðrið mjög gott að sögn staðarhaldara.

Skíðasvæði Dalvíkinga í Böggvisstaðafjalli er opið í dag til klukkan 19. Þar er hiti um frostmark og sól.

Í Oddskarði er smá snjókoma en nánast logn og frost 4 gráður. Þar opna lyftur einnig klukkan 10 og er opið til klukkan sex. Búist er við að birti til um hádegisbil.

Skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal verður opna klukkan tíu og er opið til klukkan 22 í kvöld. Þar er hægur vindur, léttskýjað og hiti á bilinu eitt til fimm gráðu frost.

Gönguskíðasvæðið í Seljalandsdal er opið aðeins lengur en skíðasvæðið eða til miðnættis í kvöld.

Á Sauðárkróki og Siglufirði er einnig opið í dag en þar eru lyftur opnar til klukkan fimm síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×