Innlent

Helstu þjóðvegir færir

Helstu þjóðvegir eru færir.
Helstu þjóðvegir eru færir. Mynd/ Stefán

Helstu þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir á ný eftir norðanáhlaupið í gær, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á sunnanverðum Vestfjörðum er þó þungfært á Klettshálsi og snjóþekja er á Kleifaheiði en mokstur stendur yfir.

Snjóþekja eða hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi og hálka er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og á Fróðárheiði, þar er einnig snjóþekja sem og á Bröttubrekku.

Á Norðurlandi eru hálka eða hálkublettir. Lágheiði er ófær en unnið er að mokstri. Norðaustanlands er þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum og þar er verið að moka. Á Austurlandi er öxi ófær og verið er að moka Breiðdalsheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×