Innlent

Starfsemi komin á fullt í Turninum

Turninn í Kópavogi.
Turninn í Kópavogi. MYND/Stöð 2

Starfsemi er komin á fullt í hæsta húsi landsins í Kópavogi og starfa þar nú um tvö hundruð manns. Búið er að leigja út sautján af tuttugu hæðum Turnsins.

Rúm tvö ár eru síðan að framkvæmdir hófust við Turninn. Þrátt fyrir að starfsemi sé hafin í húsinu standa framkvæmdir á því enn yfir en vonast er til að húsið verði að fullu tilbúið í vor. Upphaflega stóð til að húsið yrði að tilbúið nokkrum mánuðum fyrr en nokkrar tafir hafa orðið á framkvæmdum vegna veðurs. Enn á eftir að leigja út fjórðu, fimmtu og þrettándu hæð hússins en gert er ráð fyrir að í framtíðinni starfi um fjögur hundruð og fimmtíu manns í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×