Innlent

Einn í haldi vegna ránanna

Lögreglan hefur mann í haldi vegna tveggja rána sem framin voru í Breiðholti, annað í gærkvöldi en hitt í hádeginu í dag. Verið er að yfirheyra hann núna. Lögregla telur óvíst hvort sami aðilinn hafi verið á ferðinni í báðum tilvikum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag yfirheyrt vitni og farið yfir myndir úr eftirlitsmyndavélum. Í báðum tilvikum réðst maður inn í söluturn, annars vegar í Eddufelli og hins vegar í Iðufelli, og hótaði starfsfólki með sprautunál.

Í báðum tilvikum komst ræninginn á brott með fjármuni en ekki liggur fyrir hversu miklir þeir voru. Að öðru leyti verst lögreglan allra frétta af málinu og segir rannsókn þess í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×