Innlent

Björgunarsveitir sóttu fólk í Víkurskarð

Björgunarsveitin Týr á Svalbarðsströnd var kölluð út fyrr í dag til að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem sátu fastir í Víkurskarði.

Blindbylur var á svæðinu en vel gekk að aðstoða fólkið og amaði ekkert að því að sögn lögreglunnar á Akureyri. Slæmt veður er nú víða á Vestfjörðum og á Norður- og Norðausturlandi og er Víkurskarðið ófært.

Þá er óveður á Mývatnsöræfum, Möðrudalsöræfum og Sandvíkurheiði, þæfingsfærð á Vopnafjarðarheiði og þungfært á Biskupsháls og stórhríð og snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×