Innlent

Kanna með flug til þriggja staða á fjórða tímanum

MYND/AP

Ekkert hefur verið flogið til Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Egilsstaða frá því snemma í morgun vegna veðurs en kanna á með flug til staðanna á fjórða tímanum.

Til stóð að fljúga til staðanna um klukkan ellefu í morgun og hefur verið kannað með flug reglulega síðan. Þær upplýsingar fengust hjá Flugfélagi Íslands að nú væri orðið fært til Egilsstaða og verið væri að kanna með flug klukkan kortér í fjögur og sama má segja um Vestmannaeyjar. Þá á að kanna með flug klukkan kortér yfir þrjú til Ísafjarðar.

Flug til Akureyrar hefur hins vegar verið á áætlun en um hundrað manns bíða eftir flugi á hina staðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×