Innlent

Annað sprautunálarrán í Breiðholti

MYND/Lillý

Annað rán með sprautunál var framið í söluturni í Breiðholti um hádegisbil.

Þar réðst maður inn í söluturninn Leifasjoppu í Iðufelli og hafði á brott með sér einhverja fjármuni. Sautján ára piltur var að störfum í versluninni og sakaði hann ekki. Maðurinn mun hafa haft nokkra tugi þúsunda króna á brott með sér. Lögregla leitar ræningjans nú í hverfinu og fer yfir einnig upptökur úr eftirlitsmyndavél.

Sams konar rán var framið í söluturni í Eddufelli í gærkvöld en þar ruddist maður inn vopnaður sprautunál og hafði á brott með sér fjármuni. Það var eftir að hann hafði reynt að ræna konu sem hafði tekið peninga úr hraðbanka í verslun Select við Æsufell.

Ekki er vitað hvort sami maður hafi verið á ferð í dag og í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×