Innlent

Varað við versnandi veðri á Vestfjörðum og Norðurlandi

Vegagerðin varar við versnandi veðri á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi og er þegar ófært um Víkurskarð.

Á Suðurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum og á Vesturlandi eru hálkublettir og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Enn fremur eru hálkublettir í Ísafjarðardjúpi og snjóþekja er á Hálfdáni og er mokstur í gangi.

Á Norður- og Norðausturlandi er víðast hvar éljagangur, snjóþekja og hálka. Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheið og þæfingsfærð er í Dalsmynni. Hálkublettir og stórhríð er á Tjörnesi og óveður er á Möðrudalsöræfum, á Biskupshálsi, Vopnafjarðarheiði og Sandvíkurheiði og þar er ekkert ferðaveður.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði og í Oddskarði, á öðrum leiðum eru auðir vegir en þó er þæfingsfærði á Breiðdalsheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×