Máttu kalla Franklín fíkniefnasala 18. mars 2008 16:27 Sigurjón M. Egilsson fyrrum ritstjóri Blaðsins. Sigurjón M. Egilsson fyrrum ritstjóri Blaðsins og Trausti Hafsteinsson blaðamaður voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Franklín Stiner, betur þekktur sem Franklín Steiner, stefndi þeim fyrir ummæli sem féllu um hann í Blaðinu árið 2006. Þar var hann meðal annars sagður mesti fíkniefnasali landsins og að allt hefði verið vaðandi í fíkniefnum á heimili hans. Franklín fór fram á að eftirfarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk. A. „Mesti fíkniefnasali landsins vann í skjóli lögreglunnar" B. „Þeir voru grunaðir um að hafa verið í upplýsinga- og trúnaðarsambandi við fíkniefnasalann Franklín K. Steiner og í skjóli þess hafi hann náð að verða umsvifamesti eiturlyfjasali landsins." C. „Þrátt fyrir að Franklín Steiner væri einn umsvifamesti eiturlyfjasali landsins hafði fíkniefnadeildin lítil afskipti af honum." D. „15. febrúar 1988 var gerð húsleit heima hjá Franklín Steiner þar sem fundust 134 grömm af hassi og 4 grömm af amfetamíni. Við yfirheyrslur viðurkenndi hann að eiga efnin." E. „Heimildarmenn Mannlífs og Blaðsins fullyrða að allt hafi verið vaðandi í fíkniefnum á heimili hans og því sé útilokað að engin efni hafi fundist." F. „Ég veit að það hafa verið fjölmörg tækifæri til að taka Franklín með fangið fullt af fíkniefnum." 2. Þess er einnig krafist að eftirfarandi ummæli í staflið A, sem er að finna í opnugrein á blaðsíðum 18 og 19 í dagblaðinu Blaðinu, föstudaginn 10. nóvember 2006, sem stefndi Trausti Hafsteinsson er höfundur að, verði dæmd dauð og ómerk: A. „Franklín Steiner var stöðvaður í miðbænum, af umferðarlögreglunni, með fullan bíl af fíkniefnum. Hann fékk hins vegar að hringja símtal og í kjölfarið hafði yfirmaður fíkniefnadeildarinnar samband við lögregluþjónana. Franklín var sleppt í kjölfarið og keyrði burtu með efnin, ..." 3. Þess er krafist að eftirfarandi ummæli í staflið A, sem er að finna á blaðsíðu 2 í dagblaðinu Blaðinu, laugardaginn 11. nóvember 2006, sem stefndi Trausti Hafsteinsson er höfundur að, verði dæmd dauð og ómerk: A. „Hið óeðlilega við handtökuna var að drengurinn hafði nefnilega upphaflega keypt fíkniefnin af Franklín en hann var algjörlega friðhelgur." 4. Þess er krafist að eftirfarandi ummæli í staflið A, sem er að finna í leiðara á blaðsíðu 14 í dagblaðinu Blaðinu, fimmtudaginn 9. nóvember 2006, sem stefndi Sigurjón M. Egilsson er höfundur að, verði dæmd dauð og ómerk: A. „ ... Franklín Steiner, afkastamikill fíkniefnasali, ..." Einnig fór hann fram á að hvor um sig yrðu dæmdir til þess að greiða 1.000.000 króna í miskabætur auk 480.000 krónum til að kosta birtingu dóms í málinu auk málskostnaðar. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Franklín hafi byggt mál sitt á því að ljóst sé að ummælin séu hreinn uppspuni og þar að auki óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus og til þess fallin að sverta ímynd stefnanda. Þar segir hinsvegar að öll þau ummæli sem krafist sé ómerkingar lúti að því með ienum eða öðrum hætti að Franklín hafi haft vörslur fíkniefna og selt þau og verið umsvifamikill í þeirri sölu. Ummælin snúa öll að atvikum sem gerðust fyrir um áratug og þau vísa öll til Franklíns í þátíð. Sum ummælanna eru sama efnis og birtust um stefnanda í afar ítarlegri grein í tímaritinu Mannlíf árið 1997. Þá sé að finna í dómasafni Hæstaréttar dóma, þar sem stefnandi er dæmdur til þungrar fangelsisvistar, vegna ítrekaðs brots á fíkniefnalöggjöfinni, þar á meðal sölu fíkniefna. „Því sé ekki unnt að fallast á að ummælin séu hreinn uppspuni og tilhæfulaus. Þá er ekki unnt að fallast á að ummæli stefndu séu óviðurkvæmileg og til þess fallin að sverta ímynd stefnanda, þegar fyrir liggur hvaða ímynd hann skapaði sér sjálfur með háttsemi þeirri sem hann hefur verið margdæmdur fyrir. “ Sigurjón og Trausti eru því sýknaðir í málinu og skal málskostnaður alls 250.000 krónur greiðast af Franklín Stiner. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Sigurjón M. Egilsson fyrrum ritstjóri Blaðsins og Trausti Hafsteinsson blaðamaður voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Franklín Stiner, betur þekktur sem Franklín Steiner, stefndi þeim fyrir ummæli sem féllu um hann í Blaðinu árið 2006. Þar var hann meðal annars sagður mesti fíkniefnasali landsins og að allt hefði verið vaðandi í fíkniefnum á heimili hans. Franklín fór fram á að eftirfarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk. A. „Mesti fíkniefnasali landsins vann í skjóli lögreglunnar" B. „Þeir voru grunaðir um að hafa verið í upplýsinga- og trúnaðarsambandi við fíkniefnasalann Franklín K. Steiner og í skjóli þess hafi hann náð að verða umsvifamesti eiturlyfjasali landsins." C. „Þrátt fyrir að Franklín Steiner væri einn umsvifamesti eiturlyfjasali landsins hafði fíkniefnadeildin lítil afskipti af honum." D. „15. febrúar 1988 var gerð húsleit heima hjá Franklín Steiner þar sem fundust 134 grömm af hassi og 4 grömm af amfetamíni. Við yfirheyrslur viðurkenndi hann að eiga efnin." E. „Heimildarmenn Mannlífs og Blaðsins fullyrða að allt hafi verið vaðandi í fíkniefnum á heimili hans og því sé útilokað að engin efni hafi fundist." F. „Ég veit að það hafa verið fjölmörg tækifæri til að taka Franklín með fangið fullt af fíkniefnum." 2. Þess er einnig krafist að eftirfarandi ummæli í staflið A, sem er að finna í opnugrein á blaðsíðum 18 og 19 í dagblaðinu Blaðinu, föstudaginn 10. nóvember 2006, sem stefndi Trausti Hafsteinsson er höfundur að, verði dæmd dauð og ómerk: A. „Franklín Steiner var stöðvaður í miðbænum, af umferðarlögreglunni, með fullan bíl af fíkniefnum. Hann fékk hins vegar að hringja símtal og í kjölfarið hafði yfirmaður fíkniefnadeildarinnar samband við lögregluþjónana. Franklín var sleppt í kjölfarið og keyrði burtu með efnin, ..." 3. Þess er krafist að eftirfarandi ummæli í staflið A, sem er að finna á blaðsíðu 2 í dagblaðinu Blaðinu, laugardaginn 11. nóvember 2006, sem stefndi Trausti Hafsteinsson er höfundur að, verði dæmd dauð og ómerk: A. „Hið óeðlilega við handtökuna var að drengurinn hafði nefnilega upphaflega keypt fíkniefnin af Franklín en hann var algjörlega friðhelgur." 4. Þess er krafist að eftirfarandi ummæli í staflið A, sem er að finna í leiðara á blaðsíðu 14 í dagblaðinu Blaðinu, fimmtudaginn 9. nóvember 2006, sem stefndi Sigurjón M. Egilsson er höfundur að, verði dæmd dauð og ómerk: A. „ ... Franklín Steiner, afkastamikill fíkniefnasali, ..." Einnig fór hann fram á að hvor um sig yrðu dæmdir til þess að greiða 1.000.000 króna í miskabætur auk 480.000 krónum til að kosta birtingu dóms í málinu auk málskostnaðar. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Franklín hafi byggt mál sitt á því að ljóst sé að ummælin séu hreinn uppspuni og þar að auki óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus og til þess fallin að sverta ímynd stefnanda. Þar segir hinsvegar að öll þau ummæli sem krafist sé ómerkingar lúti að því með ienum eða öðrum hætti að Franklín hafi haft vörslur fíkniefna og selt þau og verið umsvifamikill í þeirri sölu. Ummælin snúa öll að atvikum sem gerðust fyrir um áratug og þau vísa öll til Franklíns í þátíð. Sum ummælanna eru sama efnis og birtust um stefnanda í afar ítarlegri grein í tímaritinu Mannlíf árið 1997. Þá sé að finna í dómasafni Hæstaréttar dóma, þar sem stefnandi er dæmdur til þungrar fangelsisvistar, vegna ítrekaðs brots á fíkniefnalöggjöfinni, þar á meðal sölu fíkniefna. „Því sé ekki unnt að fallast á að ummælin séu hreinn uppspuni og tilhæfulaus. Þá er ekki unnt að fallast á að ummæli stefndu séu óviðurkvæmileg og til þess fallin að sverta ímynd stefnanda, þegar fyrir liggur hvaða ímynd hann skapaði sér sjálfur með háttsemi þeirri sem hann hefur verið margdæmdur fyrir. “ Sigurjón og Trausti eru því sýknaðir í málinu og skal málskostnaður alls 250.000 krónur greiðast af Franklín Stiner.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira