Erlent

Skýjakljúfar skemmast í óveðri í Georgíu

Rafmagns- og ljósastaurar svignuðu í óveðrinu.
Rafmagns- og ljósastaurar svignuðu í óveðrinu. MYND/AP

Mikið óveður gengur nú yfir borgina Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Háhýsi hafa meðal annars skemmst sem og hótel og tvö í þróttamannvirki.

Um tíu þúsund manns eru án rafmagns og níu manns eru slasaðir. Stormurinn skall á meðan körfuboltaleikur Georgia Dome stóð yfir og þurfti aðdáendur og leikmenn að leita skjóls. Vitni lýstu ástandi á vellinum fyrir BBC þar sem þakið hafi bylgjast og skrúfuboltar og skinnur hefðu hrunið yfir áhorfendur.

Veðurfræðingar lýsa storminum sem hugsanlegum skýstrók.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×