Erlent

María prinsessa gagnrýnd fyrir silfurrefskápu

María krónprinsessa Danmerkur hefur mátt þola harða gagnrýni frá dýraverndunarsamtökum eftir að hún mætti í silfurrefskápu á tískuviku í Kaupmannahöfn sem nú stendur yfir.

Kápuna hafði María fengið að gjöf frá norska feldskeranum Henning Olsen sem hafði hannað hana í samvinnu við Copenhagen Furs.

Norsk og dönsk dýraverndunarsamtök hafa sent frá sér harðorðar yfirlýsingar í garð Maríu og skora á hana að skila kápunni eða að minnsta kosti ekki nota hana opinberlega aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×