Fleiri veðjuðu á Real Madrid Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2008 10:47 Mirko Vucinic fagnar sigurmarki sínu fyrir Roma í gær. Nordic Photos / AFP Naumur meirihluti lesenda Vísis reiknuðu með að Real Madrid myndi ná að slá út Roma í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og höfðu þar með rangt fyrir sér. Roma vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, og þurftu Madrídingar því aðeins að skora eitt mark í síðari leiknum og halda svo hreinu til að komast áfram. 55,5 prósent lesenda Vísis töldu að Madrídingum tækist að vinna Rómverja en 44,5 prósent reiknuðu frekar með því að Rómverjar kæmust áfram í keppninni. En Rómverjar héldu föstu fyrir og urðu svo fyrri til að skora á 73. mínútu leiksins. Real jafnaði skömmu síðar en Roma tryggði sér svo sigur í leiknum í uppbótartíma og þar með sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn var gríðarlega harður en metjöfnun átti sér stað í fjölda spjalda sem fóru á loft. Dómarinn lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum á loft í leiknum, þar af sama leikmanninum tvívegis. Tvívegis áður hafa ellefu gul spjöld farið á loft, í leik Panathinaikos og Juventus árið 2000 og svo í leik Roma og Lyon í fyrra. Þetta var fjórða árið í röð sem Real Madrid dettur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá kemur í ljós að ef síðustu fimm tímabil í Meistaradeildinni eru tekin saman kemst Real Madrid ekki á lista átta efstu liða yfir flesta unna leiki í keppninni. AC Milan hefur unnið flesta leiki á þessu tímabili, 30 talsins. Chelsea kemur næst með 26 sigurleiki, þá Lyon (25), Arsenal (24), Barcelona (23), Manchester United (23), Liverpool (22) og Inter (21). Real Madrid kemur svo í níunda sæti með 20 sigurleiki. Spurning dagsins snýst að þessu sinni um ensku úrvalsdeildina. Eftir sigur Liverpool á West Ham í gær er ljóst að Everton og Liverpool eru nú jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. 4. sætið er eftirsóknarvert þar sem það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Við spyrjum því „Hvaða lið endar í fjórða sæti í Englandi?" og gefum þrjá svarmöguleika - Everton, Liverpool eða annað lið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Naumur meirihluti lesenda Vísis reiknuðu með að Real Madrid myndi ná að slá út Roma í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og höfðu þar með rangt fyrir sér. Roma vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, og þurftu Madrídingar því aðeins að skora eitt mark í síðari leiknum og halda svo hreinu til að komast áfram. 55,5 prósent lesenda Vísis töldu að Madrídingum tækist að vinna Rómverja en 44,5 prósent reiknuðu frekar með því að Rómverjar kæmust áfram í keppninni. En Rómverjar héldu föstu fyrir og urðu svo fyrri til að skora á 73. mínútu leiksins. Real jafnaði skömmu síðar en Roma tryggði sér svo sigur í leiknum í uppbótartíma og þar með sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn var gríðarlega harður en metjöfnun átti sér stað í fjölda spjalda sem fóru á loft. Dómarinn lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum á loft í leiknum, þar af sama leikmanninum tvívegis. Tvívegis áður hafa ellefu gul spjöld farið á loft, í leik Panathinaikos og Juventus árið 2000 og svo í leik Roma og Lyon í fyrra. Þetta var fjórða árið í röð sem Real Madrid dettur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá kemur í ljós að ef síðustu fimm tímabil í Meistaradeildinni eru tekin saman kemst Real Madrid ekki á lista átta efstu liða yfir flesta unna leiki í keppninni. AC Milan hefur unnið flesta leiki á þessu tímabili, 30 talsins. Chelsea kemur næst með 26 sigurleiki, þá Lyon (25), Arsenal (24), Barcelona (23), Manchester United (23), Liverpool (22) og Inter (21). Real Madrid kemur svo í níunda sæti með 20 sigurleiki. Spurning dagsins snýst að þessu sinni um ensku úrvalsdeildina. Eftir sigur Liverpool á West Ham í gær er ljóst að Everton og Liverpool eru nú jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. 4. sætið er eftirsóknarvert þar sem það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Við spyrjum því „Hvaða lið endar í fjórða sæti í Englandi?" og gefum þrjá svarmöguleika - Everton, Liverpool eða annað lið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira