Erlent

Gazprom sker niður gasmagnið til Úkraníu um 25%

Rússneska olíufélagið Gazprom hefur skorið niður afhendingu á gasi til Úkraníu um 25%.

Þetta kemur í kjölfar árangurslausra samningaviðræðna um greiðslu á skuld Úkraníumanna við Gazprom sem nemur nú 100 milljörðum kr. Gazprom segir að þessi niðurskurður muni ekki bitna á viðskiptavinum félagsins í Evrópu svipað og gerðist árið 2006 er afhending á gasi til Úkraníu var skorin niður vegna skulda Úkraníumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×