Erlent

Breski göngugarpurinn hefur gefist upp

Maðurinn sem ætlaði sér að ganga frá Bristol á Englandi og til Indlands án þess að vera með neina peninga á sér hefur gefist upp.

Raunar gafst hann upp í Calais eða skömmu eftir að hann gekk frá borði ferjunnar sem flutti hann yfir Ermasundið. Vandamálið var að maðurinn, Mark Boyle að nafni, talar ekki frönsku.

Mark ætlaði að lifa á náð og miskunn þeirra sem hann hitti á leiðinni. Frakkar aftur á móti töldu hann vera annaðhvort betlara eða flóttamann í leit að hæli í landinu og höfðu engan áhuga á að gefa honum að borða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×