Leigubílstjóri handtekinn vegna lyga um kornabarn 2. mars 2008 16:41 Myndir af stúlkunni bræddu íbúa New York borgar Leigubílsstjóri sem kom ungabarni á slökkvistöð í New York á fimmtudag og sagði að barnið hefði verið skilið eftir í bílnum hjá sér hefur verið handtekinn. Hann er ákærður fyrir að skálda upp söguna til að hjálpa fjölskyldu að losna við barnið. Búið er að koma sex mánaða gamalli stúlkunni í hendur fósturforeldra eftir stutta dvöl á St. John's sjúkrahúsinu í Queens. Klever Sailema leigubílsstjóra var fagnað sem góða samverjanum eftir að hann kom barninu á slökkviliðsstöðina. Íbúar borgarinnar hafa velt sér upp úr málinu eftir að krúttlegar myndir af stúlkunni birtust í fjölmiðlum. Á fréttavef CNN segir að móðirin sé 14 ára gömul og faðirinn næstum tvöfalt eldri. Leigubílsstjórinn sagði lögreglu að maðurinn sem skildi barnið eftir hefði litið út fyrir að vera taugaveiklaður. Hann hefði komið inn í bílinn með barnið og bleyjupoka. Síðan hefði hann horfið eftir að biðja bílstjórann um að stöðva svo hann gæti hringt úr símaklefa. Upplýsingarnar sem Sailema gaf voru nægar til að gerð var skyssa af manninum sem lögregla dreifði. Enn hefur ekki verið gefið upp hvað varð til þess að lögreglan komst að hinu sanna í málinu. Fjölskylduvinur segist hafa farið með unglingsmóðurina til lögreglu á föstudag eftir að hann sá hana grátandi á götu þar sem hún hélt á dagblaði með mynd af dóttur sinni. Stúlkan mun hafa sagt að hún hefði hlaupist á brott eftir heiftarlegt rifrildi við föðurinn. Hún hefði þó ekki viljað skilja barnið eftir. Saul Navarro húsvörður í blokkinni sem fjölskyldan bjó í í Bronx sagði að faðir stúlkunnar hefði virst úrræðalaus og kvartað yfir því að móðirin hefði hlaupist á brott. Hann hefði því útvegað honum barnapíu en hún hefði einungis getað passað nokkra daga. Leigubílsstjórinn á í ástarsambandi við systur föðursins. Lögreglan telur að hún hafi fengið hann til að hjálpa fjölskyldunni að losna við barnið. Sailema var ákærður fyrir að gefa ranga skýrslu og hann og kærastan voru ákærð fyrir glæpsamlegt athæfi. Móðir barnsins mun líklega ekki verða ákærð vegna aldurs, en lögreglan leitar enn föðurins sem er 27 ára. Tengdar fréttir Kornabarn skilið eftir í leigubíl Klever Sailema átti einskis ills von þegar hann tók mann með kornabarn upp í leigubílinn sinn. 1. mars 2008 17:56 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Leigubílsstjóri sem kom ungabarni á slökkvistöð í New York á fimmtudag og sagði að barnið hefði verið skilið eftir í bílnum hjá sér hefur verið handtekinn. Hann er ákærður fyrir að skálda upp söguna til að hjálpa fjölskyldu að losna við barnið. Búið er að koma sex mánaða gamalli stúlkunni í hendur fósturforeldra eftir stutta dvöl á St. John's sjúkrahúsinu í Queens. Klever Sailema leigubílsstjóra var fagnað sem góða samverjanum eftir að hann kom barninu á slökkviliðsstöðina. Íbúar borgarinnar hafa velt sér upp úr málinu eftir að krúttlegar myndir af stúlkunni birtust í fjölmiðlum. Á fréttavef CNN segir að móðirin sé 14 ára gömul og faðirinn næstum tvöfalt eldri. Leigubílsstjórinn sagði lögreglu að maðurinn sem skildi barnið eftir hefði litið út fyrir að vera taugaveiklaður. Hann hefði komið inn í bílinn með barnið og bleyjupoka. Síðan hefði hann horfið eftir að biðja bílstjórann um að stöðva svo hann gæti hringt úr símaklefa. Upplýsingarnar sem Sailema gaf voru nægar til að gerð var skyssa af manninum sem lögregla dreifði. Enn hefur ekki verið gefið upp hvað varð til þess að lögreglan komst að hinu sanna í málinu. Fjölskylduvinur segist hafa farið með unglingsmóðurina til lögreglu á föstudag eftir að hann sá hana grátandi á götu þar sem hún hélt á dagblaði með mynd af dóttur sinni. Stúlkan mun hafa sagt að hún hefði hlaupist á brott eftir heiftarlegt rifrildi við föðurinn. Hún hefði þó ekki viljað skilja barnið eftir. Saul Navarro húsvörður í blokkinni sem fjölskyldan bjó í í Bronx sagði að faðir stúlkunnar hefði virst úrræðalaus og kvartað yfir því að móðirin hefði hlaupist á brott. Hann hefði því útvegað honum barnapíu en hún hefði einungis getað passað nokkra daga. Leigubílsstjórinn á í ástarsambandi við systur föðursins. Lögreglan telur að hún hafi fengið hann til að hjálpa fjölskyldunni að losna við barnið. Sailema var ákærður fyrir að gefa ranga skýrslu og hann og kærastan voru ákærð fyrir glæpsamlegt athæfi. Móðir barnsins mun líklega ekki verða ákærð vegna aldurs, en lögreglan leitar enn föðurins sem er 27 ára.
Tengdar fréttir Kornabarn skilið eftir í leigubíl Klever Sailema átti einskis ills von þegar hann tók mann með kornabarn upp í leigubílinn sinn. 1. mars 2008 17:56 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Kornabarn skilið eftir í leigubíl Klever Sailema átti einskis ills von þegar hann tók mann með kornabarn upp í leigubílinn sinn. 1. mars 2008 17:56